„Nes við Seltjörn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Solveigol (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Solveigol (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[File:Nes við Seltjörn.jpg|thumb|Lækningaminjasafn vinstra megin og Nesstofa hægra megin, efst á bæjarhólnum (horft til austurs)]]
<big><big>Nes við Seltjörn
</big>
</big>
 
Nes við Seltjörn er fornbýli á [[Seltjarnarnes|Seltjarnarnesi]]. Þar hafa fundist mannvistarleifar sem spanna langt tímabil en talið er að búið hafi verið á jörðinni allt frá því um 900. Staðurinn er nú einna þekktastur fyrir Lyfjasafnið sem er til húsa í [[Nesstofa|Nesstofu]] og Lækningaminjasafnið sem áformað er að hýsa í nýbyggingu við hlið hennar. Vettvangsnámskeið fyrir fornleifafræðinema við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] hafa verið haldin í Nesi síðan sumarið 2007.
Lína 10 ⟶ 7:
 
Jörðin Nes liggur utarlega á [[Seltjarnarnes|Seltjarnarnesi]], sem er [[Sveitarfélög Íslands|sveitarfélag]] staðsett yst á samnefndu nesi á höfuðborgarsvæðinu. Áður fyrr náði [[Seltjarnarneshreppur]] yfir mun stærra svæði en hann gerir í dag og allmargar jarðir tilheyrðu honum. Landsvæðið sem í dag er skilgreint sem Seltjarnarnes er fremur mjótt, vogskorið og láglent að undanskilinni [[Valhúsahæð]] sem hæst er um 30 m.y.s.
 
Nesjörðin er staðsett rétt austan við sjálfa [[Seltjörn]], sem nú er vík en ekki tjörn vegna ágangs sjávar. Norðvestan við Nes er [[Grótta]], sem vegna landrofs er nú eyja en var áður tangi. Nes var stærsta jörðin í Nessókn og jafnframt [[kirkjustaður]]. Ólafur Lárusson telur að jarðirnar Nes og Vík hafi verið kjarninn hvor í sínu byggðarlagi, Nessókn og Reykjavíkursókn. Erfitt er að fá örugga vissu um þróun þessara landnámsjarða þar sem heimildir eru fremur fátæklegar.
 
Lína 18 ⟶ 16:
Óljóst er um eignarhald á jörðinni á miðöldum, eða frá 1341 og fram undir [[Siðaskiptin á Íslandi|siðaskipti]] 1550. Við siðaskiptin komst jörðin í eigu [[Skálholt|Skálholtsstóls]]. Árið 1556 eignaði konungur sér Nes og á meðan jörðin var í hans eigu bjuggu þar aðallega prestar og veraldlegir embættismenn.
 
[[Bjarni Pálsson]] var skipaður fyrsti [[Landlæknisembættið|landlæknirinn]] á Íslandi með konungsúrskurði árið 1760. Í fyrstu hafði hann aðstöðu að [[Bessastaðir|Bessastöðum]] en árið 1761 hófst bygging [[Nesstofa|Nesstofu]] við Seltjörn. Þar skyldi vera bústaður og vinnustaður landlæknis. Nesstofa var fullbyggð árið 1763. Hún var bústaður fimm fyrstu landlæknanna og fjögurra fyrstu lyfsalanna. Með konungsúrskurði árið 1833 voru embætti landlæknis og lyfsala flutt til Reykjavíkur. Nesstofa hefur frá árinu 1979 verið hluti af húsasafni [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafns Íslands]].
 
[[Þórður Sveinbjörnsson]], háyfirdómari og síðar dómstjóri í [[Landsyfirréttur|Landsyfirrétti]], keypti Nes árið 1834. Þar stundaði hann mikinn búskap ásam því að sinna embætti sínu í Reykjavík. Þórður og Kirstin Cathrine Knudsen kona hans bjuggu í Nesi til 1851. [[Sveinbjörn Sveinbjörnsson]] tónskáld var sonur þeirra, en hann fæddist í Nesstofu árið 1847. Fljótlega eftir tíð Þórðar og Kirstínar varð jörðin tvíbýli, en búskapur var stundaður í Nesi fram yfir 1960. Allmörg býli eru talin hafa byggst úr Neslandi í gegnum tíðina, þar á meðal Bakki, Bygggerði, Eiði og [[Lambastaðir]].
Lína 42 ⟶ 40:
 
Bæjarhóllinn í Nesi, bungan þar sem Nesstofa stendur í dag, er stór í sniðum. Hann hefur smátt og smátt byggst upp vegna búsetu í hundruðir ára. Við rask á bæjarhólnum árið 2009 kom í ljós yfir 2,6 metra þykkt lag af mannvistarlögum og byggingum. Alls staðar þar sem grafið hefur verið í bæjarhólinn hafa komið í ljós minjar um byggingar.
 
== Tilvísanir ==
 
== Heimildir ==
 
== Tengt efni ==
 
[[Fornleifafræði]]
 
[[Uppgröftur]]
 
[[Seltjarnarnes]]
 
== Tenglar ==
 
http://www.thjodminjasafn.is/
 
http://www.seltjarnarnes.is/