„Maximianus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: fr:Maximien Hercule er gæðagrein
Werddemer (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:120_Maximianus.jpg|thumb|right|200px|Mynt með mynd af Maximianusi]]
'''Marcus Aurelius Valerius Maximianus Herculius''' ([[250]] – júlí [[310]]) var [[rómarkeisari|keisari]] [[Rómaveldi]]s á árunum [[286]] til [[305]].
 
== Ferill ==
Maximianus var útnefndur ''caesar'', eða undirkeisari, af [[Diocletianus]]i árið [[285]]. Hann hafði þá verið hershöfðingi um skeið, m.a. undir keisurunum [[Aurelianus]]i, [[Probus]]i og [[Carus]]i. Diocletianus hafði fyrr á árinu 285 tryggt sína stöðu sem keisari er hann sigraði [[Carinus]] í bardaga, en tíð átök undanfarinna áratuga sýndu að erfitt var fyrir einn keisara að tryggja stöðugleika í ríkinu. Diocletianus þurfti því á vönum hershöfðingja að halda til þess að hjálpa sér við að verjast árásum utanfrá og að bæla niður uppreisnir innan heimsveldisins. Hlutverk Maximianusar var að stjórna vesturhluta Rómaveldis á meðan Diocletianus, sem hafði titilinn ''augustus'' og var því hærra settur, einbeitti sér að austurhlutanum.
 
Maximianus þurfti fljótlega að taka upp vopn þar sem uppreisnarmaðurinn [[Carausius]] hafði lýst sjálfan sig keisara í [[Bretland]]i og í hluta [[Gallía|Gallíu]]. Maximianus þurfti hinsvegar að fresta innrás í Bretland þar sem Carausius hafði tryggt sér völd yfir öllum flota Rómverja á þessum slóðum. Árið [[286]] tók Maximianus sér titilinn ''augustus'' og var því frá þeim tíma fullgildur keisari. Átökum við Carausius var svo slegið á frest og Maximianus, ásamt Diocletianusi, einbeitti sér að því að tryggja norður-landamæri Rómaveldis, við [[Rín (fljót)|Rín]] og [[Dóná]], gegn [[germanir|germönskum þjóðflokkum]].