Munur á milli breytinga „Sigurður málari“

ekkert breytingarágrip
m (fixing dead links)
{{Aðgreiningartengill|Sigurður Guðmundsson|Sigurður Guðmundsson}}
[[Mynd:Sigurdur-malari-1858.jpg|thumb|200px|Sigurður málari árið 1858]]
'''Sigurður Guðmundsson''' (oftast nefndur '''Sigurður málari''') ([[9. mars]] [[1833]] - [[7. september]] [[1874]]) var íslenskur [[listmálari]] sem starfaði mikið að leikhúsmálun, hannaði búninga og gerði sviðsmyndir. Hann átti drjúgan þátt í stofnun [[Forngripasafnið|FornminjasafnsnsFornminjasafnsins]] og vann ósleitilega að fegrun hins íslenska kvenbúnings.
 
Sigurður fæddist á [[Helluland]]i í [[Hegranes]]i, Skagafirði. Hann fór til til náms í [[Kaupmannahöfn]] árið [[1848]] og stundaði nám við Konunglegu dönsku fagurlistaakademíuna í Kaupmannahöfn á árunum 1850-1858. Hann kom heim til [[Ísland]]s árið [[1858]] og starfaði eftir það við teiknikennslu og gerði mannamyndir og málaði [[altaristafla|altaristöflur]]. Hann skrifaði einnig um [[skipulagsmál]] í [[Reykjavík ]] og setti fram hugmynd um útivistarsvæði í [[Laugardalur (hverfi)|Laugardalnum]]. Sigurður var forystumaður um stofnun [[Forngripasafnið|Forngripasafnsins]] árið [[1863]]. Forngripasafnið varð síðar að [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafni Íslands]]. Í hugvekju í [[Þjóðólfur|Þjóðólfi]] [[24. apríl]] [[1862]] skrifaði hann um mikilvægi slíks safns til að skilja þjóðerni Íslendinga og sögu landsins. Hann starfaði einnig mikið að leikhúsmálum, hannaði leikbúninga, málaði leikara og gerði sviðsmyndir.
 
Sigurður skrifaði greinina "Um kvennbúnínga á Íslandi að fornu og nýju" árið [[1857]] í [[Ný félagsrit]]. Hann skapaði nýjan íslenskan kvenbúning [[skautbúningur|skautbúning]] eða hátíðarbúning úr gamla [[faldbúningur|faldbúningnum]] og teiknaði einnig léttari faldbúning sem nefnist [[kyrtill]] sem hafa mátti til dansleikja, sem brúðarbúning og fermingarbúning. Sigurður Guðmundsson lést [[7. september]] [[1874]] og fylgdi honum til grafar fjöldi kvenna í skautbúningi með svartar blæjur yfir [[faldur|faldinum]].
 
== Heimild ==
Óskráður notandi