„Bolungarvík“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bergjons (spjall | framlög)
Bergjons (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 16:
:''Sjá einnig [[Bolungavík]] sem er eyðivík á [[Hornstrandir|Hornströndum]].''
 
'''Bolungarvík''' er kaupstaður á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] og sjálfstætt [[sveitarfélag]], við samnefnda vík, yst í [[Ísafjarðardjúp]]i. Hún er ein elsta [[verstöð]] landsins og er stutt í góð fiskimið. Áður en bærinn fékk [[Kaupstaður|kaupstaðarréttindi]] hét sveitarfélagið [[Hólshreppur]]. Þann 1.desember 2008, var íbúarfjöldi Bolungarvíkur 962 manns sem gerir ekki bara það að Bolungarvík er næstfjölmennasti bærinn á Vestfjörðum heldur líka næstfjölmennasta sveitarfélagið á undan [[Vesturbyggð]] og á eftir [[Ísafjarðarbær|Ísafjarðarbæ]].
 
== Staðhættir ==
[[Bolungarvíkurkaupstaður|Bolungarvík]] er nyrsta byggð við sunnanvert [[Ísafjarðardjúp]]. Handan Djúpsins blasa við [[Vébjarnarnúpur]], [[Jökulfirðir]] og [[Grænahlíð]]. Við austanverðan [[Bolungarvíkurkaupstaður|bæinn]] er mikil sandfjara sem nefnist Bolungarvíkursandur og nær hann að Ósánni sem stendur við sveitabæinn Ós. Víkin sem bærinn Bolungarvík stendur við er að mestu umlukin háum, bröttum og skriðurunnum fjöllum. Fjallið [[Ernir]] er fyrir miðri [[Bolungarvík|Víkinni]], en úr honum falla oft firnamikil [[snjóflóð]]. Norðan við hann er [[Tungudalur inn af Bolungarvík|Tungudalur]] og [[Hlíðardalur inn af Bolungarvík|Hlíðardalur]] gengur inn úr honum. Sunnan Ernis gengur [[Syðridalur inn af Bolungarvík|Syðridalur]], en í honum er [[Syðradalsvatn]].Bærinn Ós stendur undir [[Óshyrna|Óshyrnu]] sem er ysti hluti [[Óshlíð|Óshlíðar]] þar sem áður var samgönguleið Bolvíkinga. Í Óshyrnu er er þekktur strandklettur Þuríður, en hann er kenndur er við landnámskonuna [[Þuríður sundafyllir|Þuríði sundafylli]]. Undir Óshyrnu er [[Ósvör]]. Þar var fyrr á öldum mikil verstöð sem hefur verið endurgerð og er þar nú verbúð og minjasafn.
 
== Saga ==