„Fornfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: pl:Sztuka grecka w okresie klasycznym er úrvalsgrein; útlitsbreytingar
Lína 60:
Málfræðirannsóknum alexandrísku fræðimannanna var haldið áfram, meðal annars af [[Apolloníos Dyskolos|Apolloníosi Dyskolosi]] og [[Díonýsíos Þrax|Díonýsíosi Þrax]] og síðar hjá [[Rómaveldi|Rómverjum]], meðal annars hjá [[Marcus Terentius Varro|Marcusi Terentiusi Varro]]. Heimspekingar, einkum [[stóuspeki]]ngar, fengust einnig við málfræði og bókmenntir.
 
Á [[1. öld f.Kr.]] samdi [[Díonýsíos frá Halikarnassos]] ýmsar ritgerðir um mælskufræði. Rit hans ''Um orðaskipan'' (Περι Συνθησεως Ονοματων) fjallaði um orðaröð í mismunandi gerðum kveðskapar. ''Um eftirlíkingu'' (Περι Μιμησεως) fjallar um bestu fyrirmyndirnar í ólíkum bókmenntagreinum og hvernig bæri að líkja eftir þeim. Hann samdi einnig skýringarrit við ræður attísku ræðumannanna (Περι των Αττικων Ρητορων) sem fjallaði einkum um stíl og efnistök [[Lýsías]]ar, [[Ísajos]]ar og [[Ísókrates]]ar. Verkið ''Um hinn aðdáunarverða stíl Demosþenesar'' (Περι λεκτικης Δημοσθενους δεινοτητος) fjallaði um stíl [[Demosþenes]]ar sérstaklega.
 
Tveir mikilvægir bókmenntarýnar [[1. öld|1. aldar e.Kr.]] voru [[Longínos]] og [[Quintilianus]]. Verk Longínosar, ''Um hið háleita'' (Περὶ ὕψους), fjallar einkum um áhrifamátt góðra bókmennta og er ásamt riti Aristótelesar, ''Um skáldskaparlistina'', mikilvægasta rit fornaldar um bókmenntarýni. [[Quintilianus|Marcus Fabius Quintilianus]] var rómverskur kennari í mælskufræði. Hann samdi rit um menntun og vitsmunalegt uppeldi ræðumanna en í ritinu, ''Um menntun ræðumannsins'' (''Institutio oratoria''), er að finna margvíslega umfjöllun um bæði [[Grískar bókmenntir|grískan]] og [[Latneskar bókmenntir|latneskan]] kveðskap, sagnaritun, heimspeki og ræðumennsku. Mat Quintilianusar á fornum höfundum hefur verið afar áhrifamikið og var snar þáttur í mótun smekks nútímamanna á verkum fornaldar, ekki síst latneskra höfunda.
Lína 76:
 
=== Samtíminn ===
Nú á dögum eru til fræðilegar útgáfur flestra texta klassískra bókmennta ásamt textafræðilegum og handritafræðilegum skýringum. Þó eru enn handrit og papýrusbrot sem hafa ekki verið borin saman við þann texta sem liggur til grundvallar mörgum útgáfum. Fornfræðingar vinna enn að því að ritstýra textum og beita bæði [[textarýni]] og aðferðum handritafræðinnar til að ákvarða réttan texta. Flestir „kanonískir“ höfundar hafa nú verið þýddir yfir á þjóðtungurnar. Fjölmargir textar utan „kanonunnar“ svonefndu eru þó enn ófáanlegir í fræðilegum útgáfum og eru enn óþýddir, ekki síst textar frá síðfornöld.
 
Auk þess að ritstýra fræðilegum útgáfum klassískra texta og gefa út þýðingar fjalla fornfræðingar fræðilega um klassískar bókmenntir og bókmenntasögu og beita [[bókmenntarýni]]. Þeir fást einnig við fornaldarsögu, fornleifafræði og fornaldarheimspeki. Á [[20. öld]] hafa margir háskólar komið á samvinnu milli fornfræðideilda og annarra deilda, svo sem sagnfræði-, fornleifafræði-, heimspeki-, bókmenntafræði- og málvísindadeilda.
Lína 188:
* Dickey, Eleanor, ''Ancient Greek Scholarship: A Guide to Finding, Reading, and Understanding Scholia, Commentaries, Lexica, and Grammatical Treatises, from Their Beginning to the Byzantine Period'' (Oxford: Oxford University Press/The American Philological Association, 2007).
* Renehan, Robert, ''Greek Textual Criticism. A Reader'' (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1969).
* Reynolds, L.D. og N.G. Wilson, ''Scribes and Scholars: A Guide to the Transmission of Greek & Latin Literature'' (3. útg.) (Oxford: Oxford University Press, 1991).</div>
 
=== Klassískar bókmenntir og bókmenntarýni ===
Lína 281:
* Pfeiffer, Rudolf, ''History of Classical Scholarship: From the Beginnings to the End of the Hellenistic Age'' (Oxford: Oxford University Press, 1968).
* Pfeiffer, Rudolf, ''History of Classical Scholarship 1300-1850'' (Oxford: Oxford University Press, 1976).
* Reynolds, L.D. og N.G. Wilson, ''Scribes and Scholars: A Guide to the Transmission of Greek & Latin Literature'' (3. útg.) (Oxford: Oxford University Press, l991).
* Sandys, John Edwin, ''History of Classical Scholarship from the Sixth Century B.C. to the Present Day'' (Hafner Publishing Co., 1958).</div>
 
Lína 307:
 
{{Gæðagrein}}
{{Tengill ÚG|pl}}
 
[[Flokkur:Fornfræði| ]]