„Brauð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 141 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q7802
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: ca:Pa er úrvalsgrein; útlitsbreytingar
Lína 3:
'''Brauð''' er mikilvæg grunnfæða sem búið er til með því að baka, gufusjóða eða steikja [[brauðdeig]]. Deigið er gert úr [[mjöl]]i og [[vatn]]i, en [[salt]]i er yfirleitt bætt við auk [[lyftiefni]]s eins og [[lyftiduft]]i eða [[ger]]i. Brauð inniheldur auk þess oft [[krydd]] (til dæmis [[kúmen]]fræ) og heil [[korn]] (til dæmis [[sesam]]fræ eða [[valmúi|valmúafræ]]).
 
Vegna mikils [[glúten|glútens]]s sem gefur deiginu teygjanleika og mýkt, er hefðbundið [[hveiti]], einnig þekkt sem brauðhveiti, algengasta kornið sem notað er í framleiðslu á brauði en brauð er einnig gert úr mjöli annarra hveititegunda, þar á meðal durum og [[spelti]], [[Rúgur|rúgi]], [[bygg]], [[maís|maís]] og [[Hafrar|höfrum]], sem yfirleitt, en þó ekki alltaf er blandað við hefðbundið hveiti.
 
== Saga brauðsins ==
Brauð er eitt af elstu tilbúnum [[Matvæli|matvælunum]]. Í [[Evrópa|Evrópu]] hafa fundist 30 þúsund ára gamlar sterkjuleifar á steinum sem notaðir voru til að mala [[Planta|plöntur]] og mögulegt er að á þeim tíma hafi [[Sterkja|sterkjan]] verið tekin úr rótum plantna, til dæmis [[burkni|burkna]], dreift á slétta klöpp, sett yfir [[Eldur|eld]] og eldað í frumstætt form flatbrauðs. Um 10.000 f.Kr., við upphaf [[Nýsteinöld|nýsteinaldar]] þegar [[Landbúnaður|landbúnaður]] fór að verða útbreiddur, varð korn undirstöðuefni í brauðgerð.
 
Mikil framför varð í brauðgerð árið 1961 með þróun [[Chorleywood-aðferðin|Chorleywood-aðferðarinnar]], þar sem notuð er mun vélrænni vinna en áður þekktist á deigið til að draga verulega úr gerjunartímanum, og þeim tíma sem tekur að framleiða brauð. Ferlið sem gerir ráð fyrir notkun korns með lágu [[prótein]]magni, er nú almennt notað um allan heim í stórum [[verksmiðja|verksmiðjum]]. Þess vegna er hægt að framleiða brauð á stuttum [[Tími|tíma]] og á lágum kostnaði fyrir bæði framleiðanda og neytanda.
 
== Framreiðsla og neysla ==
Brauð er hægt að bera fram bæði [[Hiti|heitt]] eða við stofuhita. Þegar brauðið er bakað getur það síðan verið ristað í [[Brauðrist|brauðrist]]. Það er oftast borðað með [[hendur|höndum]], annaðhvort eitt og sér eða með öðrum matvælum.
 
Brauði er hægt að dýfa í vökva, svo sem ýmis konar sósur, [[Ólífuolía|ólífuolíu]] eða [[Súpa|súpu]].
Lína 29:
 
{{Stubbur|matur}}
{{Tengill ÚG|ca}}
 
[[Flokkur:Matvæli]]