„Stjórnarskrá Bandaríkjanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 58 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q11698
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: ja:アメリカ合衆国憲法 er gæðagrein; útlitsbreytingar
Lína 1:
[[Mynd:Constitution_of_the_United_States,_page_1.jpg|thumb|Fyrsta blaðsíðan úr stjórnarskrá Bandaríkjanna]]
'''Stjórnarskrá Bandaríkjanna''' er æðsta lögskjal landsins og æðri lögum fylkjanna í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. Hún er rammi um skipulag [[Bandarísk stjórnvöld|bandarískra stjórnvalda]] og tengsl stjórnvalda við ríkin og ríkisborgara landsins. [[Stjórnarskrá|Stjórnarskráin]]in skilgreinir [[Þrískipting ríkisvalds|þrískiptingu ríkisvalds]] og hverjir eiga að fara með hvaða hlutverk fyrir sig. [[Löggjafarvald|Löggjafarvaldið]] er í höndum þingsins, [[framkvæmdavald|framkvæmdarvaldið]] er í höndum [[Forseti Bandaríkjanna|forsetans]] og [[Dómsvald|dómsvaldið]] er hjá [[Hæstiréttur|Hæstarétt]]. Þeir sem skrifuðu stjórnarskrána eru oftast nefndir feður stjórnarskrárinnar. Þessir aðilar voru pólitískir leiðtogar og skrifuðu undir [[Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna|sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna]] árið [[1776]] og heita þeir: [[Benjamin Franklin]], [[George Washington]], [[John Adams]], [[Thomas Jefferson]], [[John Jay]], [[James Madison]] og [[Alexander Hamilton]]. Stjórnarskráin var samþykkt þann [[17]]. [[september]] [[1787]] og staðfest [[21]]. [[júní]] [[1788]] af níu ríkjum af þeim [[13]] sem mynduðu [[Bandaríkin]] á þeim tíma. Breytingar á stjórnarskránni hafa verið gerðar [[27]] sinnum og eru tíu fyrstu breytingarnar þekktar sem [[Réttindaskrá Bandaríkjanna]] ,,Bill of Rights‘‘ og þykja hvað merkastar. Upprunalega stjórnarskráin er [[11]] blaðsíður að lengd og er hún elsta stjórnarskrá í heiminum sem ennþá er í notkun. Upprunalega skjalið, sem var handskrifað af [[Jacob Shallus]], er varðveitt í [[Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna|Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna]] sem er í [[Washington DC]]<ref>NARA (e.d.) [http://www.archives.gov/exhibits/charters/charters.html "National Archives Article on the Constitutional Convention"]. Sótt 22. október 2010.</ref>.
 
== Stjórnarskráin – átök ==
 
Pólitískar deilur á milli stjórnmálahugmynda endurspeglast í stjórnarskránni. Deilan snýst um valdadreifingu á milli stærri og smærri ríkja, [[Alríkisvald|alríkisvald]] eða sterk ríki. Skiptar skoðanir voru á útfærslu með þrískiptinguna. Það varð síðan ofan á að [[Fulltrúadeild|fulltrúadeildin]] væri fulltrúi fólksins, [[Öldungadeild|öldungadeildin]] yrði í forsvari fyrir ríkin og [[forseti Bandaríkjanna|forsetinn]] yrði kosinn af fulltrúum ríkjanna. Fjölmörg atriði voru ný í stjórnarskránni en önnur ekki. Það sem hafði hvað mestu áhrifin frá [[Evrópa|Evrópu]] voru skilgreiningar [[Montesquieu]] og hans áherslur á jafnvægi á milli þessara þriggja valdasviða. Höfundar stjórnarskrárinnar voru meðvitaðir um að breytingar væru þarfar ef hún ætti að geta haldið sér og vaxið með [[Þjóð|þjóðinni]]. Ólíkt mörgum öðrum stjórnarskrám er breytingum í bandarísku stjórnarskránni bætt við meginmál og er það gert þannig að nýi textinn komi ekki í staðinn fyrir þann sem er þar fyrir né breyti þeim texta sem fyrir er, heldur er bara viðbót<ref>Library of Congress.(e.d.) [http://www.loc.gov/rr/program/bib/ourdocs/Constitution.html "Primary Documents in American History: The United States Constitution".]. Sótt 22. október 2010.</ref>.
 
== Sjö greinar Stjórnarskrárinnar ==
 
[[Fyrsta grein Bandarísku stjórnarskrárinnar|Fyrsta grein stjórnarskrárinnar]] lýsir því að bandaríska þingið sé tveggja deilda þing, fulltrúardeildin og öldungadeildin. Fjallað er um þau skilyrði sem þarf að fullnægja til að vera kosinn inn á þing til dæmis aldur og búsetu. Fulltrúadeildar þingmenn skulu hafa náð 25 ára aldri og vera Bandarískir [[ríkisborgari|ríkisborgarar]], búsettir í því ríki sem þeir bjóða sig fram fyrir. Öldungadeildar þingmenn skulu vera að minnsta kosti 30 ára og hafa verið bandarískir ríkisborgarar í að minnsta kosti níu ár, þeir þurfa einnig að búa í því ríki sem þeir bjóði sig fram fyrir. Löggjafarvald skal vera á höndum [[Bandaríkjaþing|þingsins]] bæði fulltrúardeildar og öldungadeildar.
Lína 22:
[[Sjötta grein Bandarísku stjórnarskrárinnar|Í sjöundu grein]] er tekið fram að stjórnarskráin taki gildi þegar 9 ríki hafi staðfest hana og að þá gildi hún aðeins um þau ríki sem staðfesti hana<ref>NARA (e.d.) [http://www.archives.gov/exhibits/charters/charters.html "National Archives Article on the Entire Constitutional Convention"]. Sótt 22. október 2010.</ref>.
 
== Réttindaskráin ==
 
27 breytingar hafa verið gerðar við stjórnarskrána en fyrstu 10 eru kallaðar Réttindaskrá ,,[[Réttindaskrá Bandaríkjanna|Bill of Rights]]‘‘.
Lína 36:
* Tíunda breyting: Tryggir að fylkin eða fólkið sjálft fái að ráða öllu því sem ekki kemur fram í stjórnarskrá Bandaríkjanna<ref>NARA (e.d.) [http://www.archives.gov/exhibits/charters/charters.html "National Archives Article on the Entire Constitutional Convention"]. Sótt 22. október 2010.</ref>.
 
== Breytingar 11 til 27 ==
 
17 síðari breytingarnar voru gerðar til viðbótar á Stjórnarskránni eftir að Réttindaskráin tók gildi. Þær breytingar stöfuðu af áframhaldandi viðleitni til að víkka út borgaralegt og stjórnmálalegt frelsi en margar þessara breytinga breyta litlu um undirstöðu og uppbyggingu [[Stjórnvöld|stjórnvalda]] sem sett var í stjórnarskrána [[1787]]. Þessar breytingar hafa verið gerðir frá árinu [[1795]] til ársins [[1992]]. Af þeim er sú þrettánda hvað áhrifamest en þær fjalla um afnám [[Þrælahald|þrælahalds]] í Bandaríkjunum. Aðeins [[sex]] breytingar af [[33]] hafa ekki náð í gegn<ref>NARA (e.d.) [http://www.archives.gov/exhibits/charters/charters.html "National Archives Article on the Entire Constitutional Convention"]. Sótt 22. október 2010.</ref>.
 
== Gagnrýni á stjórnarskrána ==
 
Prófessor [[Larry Sabato]] hefur lagt til að gera þurfi breytingu á stjórnaskránni sem geri [[prófkjör forsetaframbjóðenda]] skilvirkari. Hann telur dræma þátttöku í [[Prófkjör|prófkjörum]] vera að sökum þess hve snemma þau eru haldin og telur einnig ósanngjarnt að sum ríki hafi ávalt forskot á að halda þau. Þetta væri hægt að lagfæra með breytingum í stjórnarskránni<ref>Larry J. Sabato (26. september, 2007). [http://www.usatoday.com/printedition/news/20070926/opcomwednesday.art.htm. "An amendment is needed to fix the primary mess". USA Today.]. Yale University Press. Sótt 22. október 2010.</ref>.
Prófessor [[Sanford Levinson]] hefur gagnrýnt stjórnarskrána fyrir að hafa engin úrræði reynist forseti vera óhæfur eða mikið veikur. Þá hefur [[Robert A. Dahl]] gagnrýnt stjórnarskrána fyrir að grafa undan [[Lýðræði|lýðræði]] t.d. með því að notast við [[Kjörmaður|kjörmenn]] í [[Forsetakosningar|forsetakosningum]] í stað raunfylgis<ref>Robert A. Dahl (11. febrúar, 2002). [http://yalepress.yale.edu/yupbooks/book.asp?isbn=0300092180 "How Democratic Is the American Constitution?"]. Yale University Press. Sótt 22. október 2010.</ref>.
 
== Heimildir ==
Lína 52:
 
{{Bandarísk stjórnmál}}
{{Tengill ÚG|ende}}
{{Tengill ÚG|en}}
 
[[Flokkur:Bandarísk stjórnmál]]
[[Flokkur:Saga Bandaríkjanna]]
 
{{Tengill ÚGGG|deja}}
{{Tengill ÚG|en}}
{{Tengill GG|zh}}