„Gordon Brown“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 87 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q10648
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: en:Gordon Brown er gæðagrein; útlitsbreytingar
Lína 20:
'''James Gordon Brown''' (fæddur í [[Glasgow]] í [[Skotland]]i, [[20. febrúar]] [[1951]]) er fyrrum formaður [[Verkamannaflokkur Bretlands|Verkamannaflokksins]] og [[forsætisráðherra Bretlands]] en síðarnefnda embættinu gegndi hann frá [[27. júní]] [[2007]] til [[11. maí]] [[2010]]. Gordon var [[fjármálaráðherra Bretlands]] á árunum [[1997]]-2007 sem er lengsta tímabilið sem sami maðurinn hefur setið í því embætti frá því að [[Nicholas Vansittart]] gegndi því á árunum [[1812]]-[[1823]]. Brown hefur átt í löngu samstarfi við fyrirrennara sinn, [[Tony Blair]], og eru sögusagnir á kreiki um að þeir hafi gert með sér samkomulag um að deila með sér embættum.<ref>{{vefheimild|url=http://politics.guardian.co.uk/labour/story/0,,971644,00.html|titill=The guarantee which came to dominate new Labour politics for a decade|höfundur=Michael White|útgefandi=Guardian Unlimited|ár=2003|mánuður=6. júní|árskoðað=2007|mánuðurskoðað=2. júlí|tungumál=enska}}</ref>
 
== Æviferill ==
Foreldrar Gordons voru John Ebenezer Brown, prestur [[Skoska þjóðkirkjan|Skosku þjóðkirkjunnar]] og Elizabeth Brown. Gordon á tvo bræður, John og Andrew. Fjölskyldan bjó í [[Kirkcaldy]] í Skotlandi, þar sem Gordon hlaut grunnmenntun sína. Eftir að hafa útskrifast frá menntaskóla þar, tveimur árum á undan jafnöldrum sínum, gekk hann í [[Háskólinn í Edinborg|Háskólann í Edinborg]] þar sem hann nam [[sagnfræði]]. Hann lauk [[MA-gráða|meistaragráðu]] með hæstu einkunn árið 1972 og [[doktors gráða|doktorsgráðu]] [[1982]] þar sem hann fjallaði um þróun breska Verkamannaflokksins á árunum 1918-1929.
 
Gordon var kosinn [[rektor]] Háskólans í Edinborg árið 1972, á meðan hann var enn við nám þar. Hann var rektor skólans til [[1975]] en þá hóf hann kennslu í [[stjórnmálafræði]] við [[Tækniháskólinn í Glasgow|Tækniháskólann í Glasgow]], þar sem hann kenndi til [[1980]]. Hann bauð sig fram til þingkosninga árið [[1979]] en tapaði gegn [[Michael Ancram]], frambjóðanda [[Íhaldsflokkur Bretlands|Íhaldsflokksins]]. Þá vann hann sem fréttamaður hjá [[Skoska ríkissjónvarpið|Skoska ríkissjónvarpinu]] fram að [[1983]] en þá náði hann á þing.
 
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
 
== Heimild ==
* {{wpheimild | tungumál = en | titill = Gordon Brown | mánuðurskoðað = 2. júlí | árskoðað = 2007}}
 
Lína 47:
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Bretlands|Brown, Gordon]]
[[Flokkur:Breskir stjórnmálamenn|Brown, Gordon]]
 
{{Tengill GG|en}}