„Graz“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 75 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q13298
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: de:Graz er gæðagrein; útlitsbreytingar
Lína 25:
 
== Saga Graz ==
[[ImageMynd:Vischer - Topographia Ducatus Stiria - 110 Graz.jpg|thumb|left|Graz, Georg Matthäus Vischer (1670)]]
=== Upphaf ===
Það voru slavar sem fyrstir reistu virki á staðnum, en héraðið var þá strjálbýlt. Þeir voru kristnaðir af bæjurum og frönkum á 7. öld, en seinna gengu þeir upp í mannhafi [[Karlamagnús]]ar. Á [[10. öldin|10. öld]] réðust Ungverjar inn í héraðið. Þegar þeir voru endanlega sigraðir [[955]], stóð [[Bæjaraland]] fyrir germönsku landnámi í og við Graz. Næstu áratugi réðu hinar og þessar ættir yfir bænum. Graz kemur fyrst við skjöl á árinu [[1128]]/[[1129|29]] að talið er. Bærinn var þá lítill, ekki meira en þorp. En [[1160]] eignast Ottokar III frá Bæjaralandi héraðið og bæinn. Við það myndaðist veglegur markaður í Graz. [[1233]] fær bærinn sína fyrstu múra. [[1379]] eignast Habsborgarar Graz. Þeir reistu sér veglegt aðsetur þar og stjórnuðu þaðan héraðinu í kring. Bærinn varð því að nokkurs konar höfuðborg héraðsins í kring, en það náði yfir mestan hluta Steiermark, hluta [[Kärnten]] og nyrstu hluta [[Ítalía|Ítalíu]] og [[Slóvenía|Slóveníu]].
Lína 40:
 
== Viðburðir ==
* Steirischer Herbst er alþjóðleg listahátíð, sú elsta í [[Evrópa|Evrópu]] fyrir nútímalist.
* Styriarte er hátíð klassískrar og gamallar tónlistar sem fram fer um sumarið.
* Springfestival er árleg tónlistarhátíð með raftónlist og raflist.
* Aufsteirern er nokkurs konar þjóðhátíð í Graz, en það er stærsta alþýðuhátíð Austurríkis.
* Diagonale í Graz er kvikmyndahátíð Austurríkis, þar sem veitt eru verðlaun fyrir bestu myndir landsins ár hvert.
* Jazz-Sommer Graz er jazzhátíð sem fram fer árlega í nokkrar vikur í júlí og ágúst.
* LaStrada er alþjóðleg götulistasýning í ágúst.
 
== Íþróttir ==
Lína 67:
* {{NOR}} [[Þrándheimur]] í [[Noregur|Noregi]], síðan 1968
| valign="top" |
* [[myndMynd:Flag of Croatia.svg|20px]] [[Pula]] í [[Króatía|Króatíu]], síðan [[1972]]
* {{ITA}} [[Triest]] á [[Ítalía|Ítalíu]], síðan [[1973]]
* [[myndMynd:Flag of Romania.svg|20px]] [[Temeswar]] í [[Rúmenía|Rúmeníu]], síðan [[1982]]
* [[myndMynd:Flag of Slovenia.svg|20px]] [[Maribor]] í [[Slóvenía|Slóveníu]], síðan [[1987]]
* {{HUN}} [[Pécs]] í [[Ungverjaland]]i, síðan [[1989]]
| valign="top" |
* [[myndMynd:Flag of Croatia.svg|20px]] [[Dubrovnik]] í [[Króatía|Króatíu]], síðan [[1994]]
* {{RUS}} [[Sankti Pétursborg]] í [[Rússland]]i, síðan [[2001]]
* [[myndMynd:Flag of Slovenia.svg|20px]] [[Ljubljana]] í [[Slóvenía|Slóveníu]], síðan 2001
* [[myndMynd:Flag of Palestine.svg|20px]] [[Zababdeh]] í [[Palestína|Palestínu]], síðan [[2007]]
|}
 
== Frægustu börn borgarinnar ==
* ([[1578]]) [[Ferdinand II (HRR)|Ferdinand II]], keisari [[Heilaga rómverska ríkið|þýska ríkisins]]
* ([[1608]]) [[Ferdinand III (HRR)|Ferdinand III]], keisari þýska ríkisins
* ([[1863]]) Franz Ferdinand, krónprins Austurríkis, myrtur í [[Sarajevó]] [[1914]]
* ([[1942]]) Gerhard Roth, rithöfundur
* ([[1947]]) [[Arnold Schwarzenegger]], kvikmyndastjarna og ríkisstjóri [[Kalifornía|Kaliforníu]] (fæddist í nágrannaþorpinu Thal bei Graz)
* ([[1974]]) Mario Haas, knattspyrnumaður
* ([[1974]]) Markus Schopp, knattspyrnumaður
 
== Byggingar og kennileiti ==
Lína 92:
[[Mynd:Schlosseggenbergluftaufnahme.jpg|thumb|Kastalinn Eggenberg]]
Miðborg Graz var sett á heimsminjaskrá UNESCO árið 1999 sökum heillegs gamals borgarkjarna, þar sem hægt er að lesa byggingasöguna í gegnum tíðina einkar vel. Langflestar þekktar byggingar eru í miðborginni.
* [[Kastalavirkið í Graz]] liggur á 123ja metra hárri hæð í miðborginni. Uhrturm (Klukkuturninn) sem þar stendur er einkennismerki borgarinnar. Virkið gildir sem óvinnandi og er skráð í [[heimsmetabók Guinnes]] sem sterkasta virki heims. Það er á heimsminjaskrá UNESCO.
* Dómkirkjan í Graz var reist á [[15. öldin|15. öld]] og var um tíma aðalkirkja Ferdinands III keisara. [[1786]] varð Graz að biskupssetri og varð kirkjan þá að dómkirkju í kaþólskum sið. Kirkjan er mjög íburðarmikil að innan.
* Katrínarkirkjan stendur áföst við hliðina á dómkirkjunni og var reist á [[17. öldin|17. öld]]. Hún er jafnframt [[grafhýsi]] Ferdinands II keisara, en það er stærsta grafhýsi Habsborgarættarinnar. Þakið er kúpt, það elsta sinnar tegundar utan Ítalíu, og setur mikinn svip á miðborgina.
* Landhaus er heiti á mikilli byggingu í Graz sem reist var [[1527]]-[[1531|31]] í endurreisnarstíl. Hún er því elsta endurreisnarbygging borgarinnar. Samstæðan var upphaflega reist sem gildishús, en er þinghús Steiermark í dag.
* Ráðhúsið í Graz var reist [[1805]]-[[1807]], eftir að önnur tvö ráðhús voru rifin sökum smæðar. Byggingin kostaði 150 þús gyllini þá, en peningurinn var tekinn af vínskatti. Á síðustu árum [[19. öldin|19. aldar]] var byggingin stækkuð til muna. Efst eru þrír turnar, en turninn fyrir miðju hvílir á hvolfþaki. Utan á húsinu eru fígúrur sem tákna merka Austurríkismenn (fram að þeim tíma), s.s. nokkra keisara, ásamt allegóríunum fjórum (listin, vísindin, viðskiptin og handverkið). Ráðhúsið er enn notað sem slíkt í dag og stendur við aðalmarkaðstorgið í miðborginni.
* Listahúsið í Graz (Kunsthaus Graz) er sjálft algjört listaverk. Það var vígt [[2003]] og er nýtt einkennismerki borgarinnar. Listahúsið er nýlistasafn fyrir verk síðustu 50 ára. Sökum óvenjulegs forms á húsinu gengur það einnig undir alþýðuheitinu Friendly Alien.
* Mur-eyjan (Murinsel) er manngerð eyja í ánni Mur. Hún var lögð 2003 í sambandi við menningarhöfuðborg Evrópu (sem þá var Graz) og átti að skapa nýtt einkennismerki borgarinnar. Eyjan er svið og er hún öll umvafin glerveggjum og glerþaki. Nýtísku brýr tengja hana við sitthvorn árbakkann.
* Kastalinn Eggenberg er stærsti og merkasti barokkkastali í Steiermark. Byggingin sjálf, garðarnir fyrir utan og listaverkin fyrir innan teljast meðal merkustu menningarverðmæta Austurríkis. Kastalinn var reistur á [[17. öldin|17. öld]] og var lengi vel eign Eggenberg-aðalsættarinnar. Í honum eru 24 íburðarmiklir salir, þar á meðal Plánetusalurinn og Beletage. Í öllum sölum eru ómetanleg málverk, freskur og listaverk. Í dag er kastalinn eign sambandslandsins Steiermark og er opinn almenningi. [[2010]] var hann settur á heimsminjaskrá UNESCO.
 
<gallery>
Lína 109:
 
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|titill= Graz|tungumál= de|mánuðurskoðað= 27. janúar|árskoðað= 2012}}
 
{{Commons}}
Lína 115:
[[Flokkur:Borgir í Austurríki]]
[[Flokkur:Heimsminjar]]
 
{{Tengill GG|de}}