„Þágufallssýki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Rotlink (spjall | framlög)
m fixing dead links
Lína 4:
Orðið ''þágufallssýki'' kemur fyrst fyrir í grein eftir [[Helgi Pjeturss|Helga Pjeturss]] í Vísi 1929: „Hvergi hefi eg séð minst á ískyggilega málspillingu, sem er þó orðin svo mögnuð að hún gerir vart við sig hjá vel ritfærum mönnum. Málspillingu þessa mætti kalla þágufallssýki (dativitis), því að hún lýsir sér þannig, að menn nota mjög þágufall orða þar sem á að vera þolfall.“<ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1133235 Málsýking; grein í Vísi 6. mars 1929</ref> Nútíma málfræðingar kjósa þó fremur að nota orðið þágufallshneigð, þar sem það er ekki eins gildishlaðið og þágufallssýki.
 
Finna má dæmi um þágufallshneigð í [[Grágás]] og fleiri fornum ritum en hún fer þó ekki að vera áberandi fyrr en um miðja 19. öld. Í rannsókn á málnotkun [[Vestur-Íslendingar|Vestur-Íslendinga]] 1972-1973 kom í ljós að þágufallshneigð þeirra var síst minni en hjá öðrum Íslendingum.<ref>http://wayback.vefsafn.is/wayback/20100401143603/www3.hi.is/page/arnastofnun_thjod_umsogurnar|titill=Um sögurnar. Á vef Árnastofnunar</ref> Bendir það eindregið til þess að mábreytingin sé gömul og upprunnin úti á landi en menn greinir á um í hvaða landshluta hún hafi byrjað, eins og sjá má í grein [[Guðmundur G. Hagalín|Guðmundar G. Hagalín]] í Vísi 1944:
 
„Um hina hvimleiðu „þágufallssýki“ er það að segja, að hún mun ekki vera sér-vestfirzkt fyrirbæri. Þegar ég var að alast upp notuðu Vestfirðingar ekki þágufall ranglega svo að ég muni, nema í tveim samböndum. Þeir sögðu: „Ég þori því ekki,“ og „ég vil