„Þrettándinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 5:
Í [[Biblían|Biblíunni]] stendur hvergi hvenær Kristur fæddist og fyrir fyrstu kristnu söfnuðina fyrir botni Miðjarðarhafs var fæðingin þeim ekki talin eins mikils virði og skírnin og þó sérstaklega dauðastundin þegar menn fæddust til hins eilífa lífs, enda er dauðdagi Jesú Krists tímasettur í Biblíunni mjög nákvæmlega.
 
Um tveim öldum eftir áætlaða fæðingu Krists tóku kristnir menn samt að velta fæðingardegi hannshans fyrir sér. Fyrsti fæðingardagurinn sem menn komu sér saman um, var 6. janúar samkvæmt rómversku tímatali ([[Júlíanska tímatalið|júlíanska tímatalinu]]). Þarna, eins og með marga aðra daga kirkjunnar, tóku þeir yfir eldri tyllidag en 6. janúar hafði tengst flóðunum í [[Níl]] frá fornu fari. Hann var nefndur Opinberunarhátíð (Epiphania) en sagt var að Jesús hefði opinberast á fjóra vegu: við fæðinguna, tilbeiðslu vitringanna, skírnina í ánni [[Jórdan]] og brúðkaupið í Kana þegar hann framdi fyrsta kraftaverkið.
 
Þegar kristni var gerð að ríkistrú í [[Rómarveldi]], seint á [[4. öld]], ákváðu þau að gera skammdegishátíð sína að fæðingardegi Jesú Krists. Það var sólhvarfadagurinn, sem hét formlega „dagur hinnar ósigrandi sólar“ (l. dies natalis Solis invicti). Sólhvörfin færðust til í júlíanska tímatalinu en á þessum tíma (4.öld) bar þau upp á 25. desember. Kirkjan hófst nú handa við að réttlæta þessa ákvörðun sína um tilfærslu dagsins meðal annars með því að segja að Jesú Kristur væri hin eina sanna sól sem hefði sigrað dauðann og hefði hann sjálfur sagst vera ljós heimsins.