Munur á milli breytinga „Brynjólfur Pétursson“

ekkert breytingarágrip
m (Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q4981004)
'''Brynjólfur Pétursson''' ([[15. apríl]] [[1810]] - [[18. október]] [[1851]]) var íslenskur [[lögfræði]]ngur og embættismaður og einn [[Fjölnismenn|Fjölnismanna]].
 
Brynjólfur var fæddur á [[Víðivellir|Víðivöllum]] í [[Skagafjarðarsýsla|Skagafirði]] og var einn hinna þekktu [[Víðivallabræður|Víðivallabræðra]], sona Péturs Péturssonar prófasts og seinni konu hans, Þóru Brynjólfsdóttur [[Halldór Brynjólfsson|Halldórssonar]] biskups, en hinir voru þeir [[Jón Pétursson (háyfirdómari)|Jón Pétursson]] háyfirdómari og [[Pétur Pétursson (biskup)|Pétur Pétursson]] biskup. Hann útskrifaðist úr [[Bessastaðaskóli|Bessastaðaskóla]] [[1828]] og lauk [[lögfræði]]prófi frá [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] [[1837]]. Hann hóf þá störf í [[Rentukammerið|Rentukammerinu]] ([[Danmörk|danska]] fjármálaráðuneytinu), var skrifstofustjóri íslensku stjórnarskrifstofunnar í Kaupmannahöfn frá lokum [[einveldi]]s [[1848]] til dauðadags og fulltrúi [[Ísland]]s á [[stjórnlagaþing]]i Dana 1848-1849.