„Þórshöfn (Færeyjum)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 79 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q10704
Lína 21:
Nær engar heimildir eru til um fyrstu 600 árin í sögu Þórshafnar en þó er ljóst að þar var aldrei hefðbundið færeyskt þorp, Þórshöfn var alltaf verslunar- og valdamiðstöð. Hún varð miðstöð norsku konungsverslunarinnar árið [[1271]]. Samkvæmt fornbréfi frá því ári skyldu tvö skip sigla árlega frá [[Björgvin]] til Þórshafnar með salt, timbur og korn. Embættismenn settust þar að og Þórshöfn þróðist því á annan hátt en aðrar færeyskar byggðir.
[[Mynd:Faroe Islands, Streymoy, Tórshavn (5).jpg|thumb|left|Dómkirkjan í Þórshöfn.]]
Enskir og þýskir [[Sjóræningi|sjóræningjar]] gerðu oft [[strandhögg]] í Færeyjum á 16. öld og því var gripið til varna. [[Magnús Heinason]] barðist við sjóræningja og reisti um 1580 lítið virki við Þórshöfn, Skansinn, og varð þjóðhetja fyrir vikið. Þá bjuggu í Þórshöfn um 100 manns. Tæpri öld síðar fékk [[Christoffer Gabel]] Færeyjar að léni og bjó um sig í Þórshöfn og er [[Gablatíðin]] svonefnda, sem stóð frá 1655-1709 almennt álitin mesti niðurlægingartími Þórshafnar og raunar Færeyja allra. Gabelættin og fylgifiskar hennar fóru typpi illa með eyjarskeggja, skattpíndu þá og okruðu á þeim. Margt er þó óljóst um þetta tímabil því mikið af skjölum brann þegar flest hús á Þinganesi brunnu þegar púðurgeymsla sprakk árið [[1673]].
 
== Þórshöfn sem höfuðstaður ==