„Ríkisstjórnir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks 1995 – 2007“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ice-72 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{hreingerning}}
[[Mynd:GeorgeBushandDavidOddsson.jpg|thumb|leftright|300px|[[George W. Bush|George Bush]] og [[Davíð Oddsson]] í Hvíta húsinu í júlí 2004]]
'''Ríkisstjórnir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks störfuðu samfellt á árunum 1995 – 2007'''. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hélt meirihluta sínum í kosningunum [[1995]], en aðeins með eins manns meirihluta. [[Davíð Oddsson]] myndaði ríkisstjórn [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokks]] og [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokks]], og varð [[Halldór Ásgrímsson]], formaður Framsóknarflokksins, utanríkisráðherra. Davíð sagði á blaðamannafundi sumarið 1995, að [[kreppa|kreppu]] síðustu ára væri lokið og [[góðæri]] tekið við. Við tók mikill vöxtur í atvinnulífinu næstu ár. Einnig voru tveir ríkisbankar seldir, [[Búnaðarbankinn]] og [[Landsbankinn]], og mörg önnur [[Listi yfir opinber fyrirtæki|opinber fyrirtæki]]. Sala bankanna sætti nokkurri gagnrýni, aðallega vegna þess að kaupendur Búnaðarbankans voru taldir tengjast Framsóknarflokknum, en ríkisendurskoðandi komst að þeirri niðurstöðu í sérstakri skýrslu, að ekkert hefði verið athugavert við hana. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig fylgi í [[Alþingiskosningar 1999|þingkosningunum 1999]], þótt hann hefði haft stjórnarforystu í átta ár.