„Sæbjúgu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kristinhkj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kristinhkj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
| classis = '''Holothuroidea'''
}}
'''Sæbjúgu''' ([[fræðiheiti]] ''Holothuroidea'')er hvorki talin til fiska eða gróðurs, þau eru einn af sex ættbálkum sem eru innan fylkingar [[skrápdýr]] (Echinodermata). Aðrir hópar innan þessarar fylkingar eru ígulker (Echinodea), krossfiskar (Asteroidea), slöngustjörnur (Ophiuroidea), sæliljur (Crinoidea) og Concentricycloidea en sá hópur hefur ekki enn fengið íslenskt nafn (1).
 
Sæbjúgun eru sjávardýr með leðurkennda húð og langan líkama. Þau er að finna á hofsbotni um allan heim. Til eru um 1.250 tegundir innan Holothuroidea og finnast flestar þeirra í Asíuhluta Kyrrahafs, stór hluti af þeim er safnað fyrir manneldi og eru sumar tegundir ræktaðar í fiskeldum. Sæbjúgun þjóna mikilvægu hlutverki í vistkerfi sjávar þar sem þau hjálpa til við endurvinnslu nætingarefna, brjóta niður leifar af dauðum dýrum og önnur lífrænn efni. Líkt og önnur skrápdýr hafa sæbjúgun innri beinagrind rétt fyrir innan húðina, einskonar kalk grind. Í sumum tegundum myndar þessi grind einskonar skel eða flatar plötur.
Lína 37:
Flest sæbjúgu fjölga sér með því að sleppa sæði og eggjum út í sjóinn. Ein lífvera getur framleitt þúsundir kynfrumna en er það þó nokkuð mismunandi eftir aðstæðum. Æxlunarfærin samanstanda af einni gotrauf sem samanstendur af þyrpingu af píplum sem sameinast í ein göng sem opnast á yfirborði dýrsins nálægt þreifurunum.
Að minnsta kosti 30 tegundir, þar á meðal sæbúgað red-chester (Pseudocnella insolens), frjóvga egg sín innbyrðis og taka upp frjóvgaða eggið með þreifurum sínum. Eggið er þá sett í poka inní líkama fullorðna dýrsins þar sem það þroskast og að lokum fer út pokanum. Nokkrar tegundir eru einnig þekktar fyrir að ganga með afkvæmi sín og fæða þau svo í gegnum litla rifu nálægt endaþarmsopinu.
Í flestum öðrum tegundum þroskast eggið í syndandi lirfu yfirleitt eftir eingögnu þrjá daga. Fyrsta stig lirfu er þekkt sem Auricularia og er aðeins um 1 mm að lengd. Þegar lirfan stækkar breytist hún í Doliolaria þá er líkami þeirra tunnu lagaður, að lokum er svo þriðja lirfustigið eða Pentacularia en þar sem þreifararnir myndast. Þreifararnir eru yfirleitt fyrsta fullorðins einkennið sem þær fá (2).
 
== Matur og Lyf ==