„Gísli Magnússon (sýslumaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengil.
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Gísli Magnússon''' eða '''Vísi-Gísli''' ([[1621]] – [[4. júní]] [[1696]]) var [[sýslumaður]] og frumkvöðull í [[búnaðarfræði]] á [[Ísland]]i. Hann var sonur [[Magnús Björnsson (lögmaður)|Magnúsar Björnssonar]] lögmanns og Guðrúnar Gísladóttur. Hann lærði í [[Hólaskóli (1106-1802)|Hólaskóla]] og síðan í [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]]. Hann stundaði nám í Hollandi frá [[15431643]]-[[1646]] og dvaldist einnig í Englandi um tíma.
 
Hann varð sýslumaður í [[Múlaþing]]i að hluta [[1649]] og fékk [[Skriðuklaustur]] þar sem hann bjó. [[1653]] flutti hann að [[Hlíðarendi í Fljótshlíð|Hlíðarenda]] í [[Fljótshlíð]] og varð sýslumaður í [[Rangárvallasýsla|Rangárþing]]i [[1659]]. Jafnframt embættisverkum stundaði hann ýmis vísindastörf. Á Hlíðarenda gerði hann meðal annars tilraunir með [[kornrækt]] og var fyrstur manna til að rækta ýmsar matjurtir á Íslandi. Vitað er að hann hafði áhuga á að reyna kartöflurækt og í bréfi frá [[1670]] biður hann Björn son sinn, sem þá var við nám í [[Kaupmannahöfn]], um að senda sér [[kartafla|kartöflur]] til útsæðis en ekki er vitað til þess að neitt hafi orðið úr kartöfluræktunartilraunum hjá honum. Árið [[1686]] flutti hann til dóttur sinnar og tengdasonar í [[Skálholt]]i þar sem hann lést tíu árum síðar úr [[steinsótt]].