„Lundi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lampi~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 35:
 
== Lundapysjur á Heimaey ==
[[Mynd:2865565330 b5830f19ca o.jpg|thumbnail|Lundapysja]]
Þó svo að flestir ungar lunda fari beint á sjóinn eftir að hafa yfirgefið holur sínar, þá taka ungar lundanna í Vestmannaeyjum örlitla hjáleið. Þetta gerist þegar skyggja fer í ágúst, en þá fara ungarnir eða pysjurnar að yfirgefa holur sínar og leita til sjávar. Þar sem að lundabyggð í Vestmannaeyjum er mjög nálægt íbúasvæði þá freistast pysjurnar oft á ljósunum sem að kaupstaðurinn gefur frá sér. Þá fljúga þær á veikum vængjunum á vit ljósanna. Það sem mætir pysjunum eru þó harðar götur og dimmir húsagaðar. Þá hefur upphafist sú hefð í Eyjum að börn jafnt sem fullorðnir flykkjast út á götur í þeim hug að bjarga pysjunum. Farið er út um nótt með pappakassa og safnað saman pysjum sem villst hafa af réttri leið. Um nóttina fá pysjurnar gistingu í mannheimum en daginn eftir er farið með þær niður í fjöru og þeim slept út á sjóinn. Þessi hefð hefur þó dalað mikið, þar sem að lundastofninn í Eyjum er í mikill lægð og síðustu ár hefur pysjufjöldin verið mjög lítill[http://www.heimaslod.is/index.php/Lundi#L.C3.BDsing.].