„Megadeth“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 58 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q83431
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Megadeth''' er [[Bandaríkin|bandarísk]] [[Thrash/Metal]] hljómsveit stofnuð árið [[1983]]. Hún er ein af fjórum stærstu thrash/metal hljómsveitunum en hinar þrjár eru: [[Slayer]], [[Metallica]] og [[Anthrax]].{{heimild vantar}} Undir forystu forsprakkans [[Dave Mustaine]] hefur sveitin selt yfir 25 milljónir plata.
 
== Saga 1981-1990 ==
Saga sveitarinnar hófst árið 1981 þegar Lars ulrich, James Hetfield, Cliff Burton og Dave Mustaine stofnuðu hljómsveitinna [[Metallica]]. Sú hljómsveit spilaði í litlum klúbbum og börum og varð fljótt gríðarlega vinsæl „neðanjarðar“ hljómsveit. Á þessum tíma var Dave Mustaine á kafi í drykkju og vegna gríðarlegrar drykkju og ofbeldishneigðar gagnvart hinum meðlimum hljómsveitarinnar var hann rekinn árið 1983. Mustaine varð reiður út í fyrrum félaga sína og leitaði hefnda,hann vildi búa til hljómsveit sem væri hraðari, þyngri og betri en Metallica. Hann skýrði nýju sveitina Megadeth. Fyrsta „lineup“ sveitarinnar samanstóð af Mustaine (gítar), Greg Handevidt (gítar), Dave Ellefson (bassi) og Dijon Carruthers(trommur). Carruthers og Handevidt voru fljótt reknir og í staðinn fyrir Carruthers kom Lee Rausch og í staðinn fyrir Handevidt Kerry King. Eftir margendurteknar tilraunir til að næla sér í söngvara gafst Mustaine upp og tók upp á því að syngja sjálfur. Þeir tóku upp fyrsta demóið snemma árið 1984 sem samanstóð af þrem lögum en þau voru: „Last rites/loved to death“",„Skull beneath the skin“ og „Mechanix“. Eftir að hafa spilað nokkur gig snemma 1984 var trommarinn Lee Rausch rekinn og í staðinn kom Gar Samuelsson. Eftir að þeir gáfu út demóið fengu þeir samning hjá Combat Records og í desember 1984 kom nýr gítarleikari í stað Kerry King en það var vinur Gar Samuelsson, Chris Poland. Snemma árið 1985 fengu þeir 8.000 dali til að taka upp fyrstu plötuna. Þeir tóku upp plötuna sjálfir. Þrátt fyrir lélega framleiðslu fékk fyrsta platan þeirra „Killing is my business... And business is good!“ frábæra dóma og gerði þá fljótt vinsæla hjá hardcore metal aðdáendum. Sumarið 1985 túruðu þeir Bandaríkin og Kanada til að kynna „Killing is my business“ með „Exciter“,meðan á túrnum stóð hætti Chris Poland tímabundið og Mike Albert kom í staðinn, en í október 1985 kom hann aftur og þá burjuðu þeir að taka upp aðra plötu þeirra, Peace sells... But who's buying??. þeir luku upprunarlega við peace sells í mars 1986 en voru óánægðir með gæðin svo að þeir hættu með samningin við combat og tóku upp við Capitol Records. Upptökustjórinn Paul Lani remixaði plötuna og var hún gefin út undir Capitol Records í Nóvember 1986, platan kom Megadeth á kortið sem stóra metal hljómsveit, en hún seldist í yfir milljón eintökum bara í Bandaríkjunum og fékk stórkostlega dóma, en hún er ennþá í dag talinn ein af bestu og áhrifamestu metal plötum sögunnar. Platan var sú fyrsta sem að listamaðurinn Ed Repka teiknaði coverið af og var mustaine gríðarlega ánægður með verk hans en coverið var þannig að lukkudýr sveitarinnar „Vic Rattlehead“ stendur fyrr framan niðurbrotna byggingu sameinuðu þjóðanna með herþotur fljúgandi fyrir ofan sig og heldur um skilti sem segir peace sells. Í febrúar 1987 var sveitin fengin til að hita upp fyrir [[Alice Cooper]] og sama ár fóru þeir í fyrsta heimstúrinn sinn sem aðal hjómsveit. Í júlí 1987 voru Chris Poland og Gar samuelsson reknir. Chuck Behler kom í staðinn fyrir Samuelsson og Jeff young í staðinn fyrir Poland. Í ágúst árið 1987 byrjuðu þeir að taka upp sína þriðju plötu So far, so good... So what! Paul Lani tók upp plötuna eins og fyrr og eyddu þeir fimm mánuðum í upptökurnar. Á þessum tíma var Mustaine búinn að ná botninum í dópneyslu sinni og því gengu upptökurnar hræðilega illa og var Lani rekinn vegna deilna við Mustaine og Micheal Wagener kom í staðinn. Platan kom út í janúar 1988 og seldist vel en fékk slæma dóma gagnrýnenda, platan innihélt hinsvegar tvö gríðarlega vinsæl lög „Set the world afire“ og „In my darkest hour“ sem að Mustane samdi fyrir [[Cliff Burton]] eftir að hann dó í rútuslysi en hann var eini meðlimur Metallica sem að Mustaine hafði einhverjar mætur á. Í júní 1988 kom sveitin fram í heimildamyndinni The decline of western civilization II: The metal years. Mustaine fannst myndin vera ömurleg en honum fannst sveitin vera sett upp á sama stall og einhverjar skíta hljómsveitir. Í febrúar 1988 byrjuðu þeir að túra um heiminn til að kynna So far so good.... en þeir hituðu upp fyrir [[Dio]]. Í ágúst 1988 spiluðu þeir á Monsters of rock-hátíðinni fyrir meira en 100.000 manns með [[Kiss]], [[Iron Maiden]], Helloween, [[David Lee Roth]] og [[Guns N' Roses]]. Seinna sama ár rak Mustaine bæði Behler og Young og í júlí 1989 var Nick Menza ráðinn í hans stað en erfitt var að finna nýan gítarleikara. Um sumarið 1989 var Mustaine handtekinn fyrir að keyra fullur og eftir það fór hann í meðferð og varð edrú í fyrsta sinn í 10 ár. Næstu mánuðir fóru allir í að finna nýjan gítarleikara en áheyrnaprufur voru haldnar og ætluðu þeir að ráða Dimebag nokkurn Darrell en hann neitaði. Loks fundu þeir nýan gítarleikara Marty Friedman að nafni og var þá komið það sem er af mörgum talið besta Megadeth lineuppið: Dave Mustaine (söngur, gítar), Dave Ellefson(bassi), Marty Friedman (gítar) og Nick Menza (trommur). Í mars 1990 byrjuðu þeir að taka upp sína næstu plötu með Mike Clink sem upptökustjóra og var þetta fyrsta platan sem að þeir tóku upp edrú og gengu því upptökurnar vel en Mike Clink var fyrsti upptökustjórinn sem að var ekki rekinn meðan á upptökum stóð. þeirra fjórða plata Rust in Peace var gefinn út 24.september 1990 og var hún gríðarlegt hit bæði hjá gagnrýnendum og aðdáendum en hún náði í 23 sæti á bandaríska bilboard listanum, 8. sæti í Bretlandi, og var tilnefnd til tveggja [[Grammy-verðlaunin|Grammy-verðlauna]], platan fékk líka eins og peace sells... stórkostlega dóma hjá gagnrýnendum og er með henni oft sögð besta plata Megadeth og ein besta Thrash/Metal plata sögunnar.{{heimild vantar}}
 
== Saga 1990-2009 ==
 
Í september 1990 fengu þeir að spila í evrópska Clash of the titans-túrnum með Slayer, Testament og Suicidal Tendencies og í október voru þeir fengnir til að hita upp fyrir Judas Priest á Painkiller túrnum þeirra, í janúar 1991 spiluðu þeir fyrir 140.000 manns á Rock in Rio hátíðinni og vegna mikla vinsælda Clash of the Titans-túrsins í Evrópu spiluðu þeir á bandarískum Clash of the Titans-túr með Slayer, Anthrax og Alice in Chains. Árið 1991 gáfu þeir út plötuna Rusted Peaces sem innihélt öll þeirra sex tónlistarmyndbönd og viðtal við sveitina. Í janúar 1992 byrjuðu þeir að taka upp þeirra fimmtu plötu í Enterprise studios í [[Burbank]] í [[Kalifornía|Kaliforníu]] með upptökustjóranum Max Norman sem að mixaði Rust in Peace. Norman vildi hafa plötuna meira Radio friendly en fyrirrennara sína og fannst Mustaine það góð hugmynd því að draumur hans var að gera plötu sem seldist meira en plötur Metallica. Platan Countdown to Extinction kom út 14. júlí 1992 og seldist hún í yfir tveimur milljónum eintaka í Bandaríkjunum og náði öðru sæti á [[Billboard-listinn|Bilboard-listanum]] á eftir [[Black Album]] með Metallica og fimmta sæti í Bretlandi og varð því langsöluhæsta plata sveitarinnar, platan fékk góða dóma gagnrýnenda en mörgum aðdáendum fannst að þeir hefðu „selt sig“ vegna þeirra mikla breytinga sem varð á tónlistarlega stílnum eftir "Rust in Peace". Í október 1992 gáfu þeir út annað safn tónlistarmyndband sem að hét „Exposure of a dream“ og í desember sama ár fóru þeir í heimstúrinn til að kynna Countdown... með Pantera og Suicidal Tendencies og í janúar 1993 fylgdi annar túr í [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] með [[Stone Temple Pilots]]. eftir aðeins mánuð af norður-ameríska túrnum þurftu þeir að hætta við það sem eftir var af túrnum og hætta algjörlega við annan túr sem átti að vera í [[Japan]] vegna þess að Mustaine var byrjaður aftur í neyslu og „overdósaði“ hann svo á miðjum tónleikum og var sendur beint á sjúkrahús en lifði það af og fór hann þá í sjö vikna meðferð. Í júní 1993 spiluðu þeir sína fyrstu tónleika eftir með meðferðina og það var sannkallaður stórviðburður því að þeir komu fram með engum öðrum en erkifjendunum Metallica og leit þá út fyrir að deilunum á milli sveitanna tveggja væru lokið en þær spruttu svo upp aftur nokkrum árum seinna. Í júlí sama ár voru þeir fengnir til að spila í Get a grip-túrnum með [[Aerosmith]] en voru þeir reknir úr túrnum eftir aðeins sjö tónleika vegna móðgandi ummæla Dave's um Aerosmith. Snemma árið 1994 fengu þeir Max norman aftur í lið með sér til að taka upp næstu plötu sem að átti eftir að vera enn meira „mainstream“ en Countdown to extinction. Platan átti upprunalega að vera tekinn upp í Phase four-stúdíóinu í [[Pheonix]] en eftir nokkra daga komu upp vandamál í stúdíóinu og þurftu þeir þá að finna nýtt stúdíó og ákváðu svo að taka upp plötuna í leigðu vöruhúsi í [[Arizona]]. Eftir átta mánuði í stúdíóinu kom þeirra sjötta plata Youthanasia út 1. nóvember 1994, platan seldist mjög vel og náði í fjórða sæti á bilboard listanum en eins og fyrirrennarinn Countdown to extinction þá var hún mjög mainstream og flokkaðist frekar undir „heavy metal“ en „thrash metal“. Eftir langan og strangan túr til að kynna Youthanasia tók hljómsveitin sér frí seint árið 1995, Mustaine byrjaði að vinna að verkefninu MD.45 með söngvaranum Lee Ving úr hljómsveitinni Fear. Miklar breytingar áttu sér stað um þetta leyti á viðskiptahliðinni en nýr umboðsmaður, Bud Prager var ráðinn. en hann ýtti hljómsveitinni en lengra inn á „mainstream“ markaðinn. Í september 1996 byrjuðu þeir að vinna að þessari næstu plötu en hún hét Cryptic Writings og kom út 17. júní 1997. Platan seldist mjög vel en hún lendi númer 10 á Bilboard vinsældarlistanum og innihélt hún líka vinsælasta lagið þeirra frá upphafi, Trust. Hinsvegar eins og fyrri tilraunir þeirra til að vera poppaðari fékk platan blendna dóma. Í júní 1997 byrjuðu þeir aftur að túra, fyrst fóru þeir í heimstúr með „Misfits“ og síðan túruðu þeir Bandaríkin með Coal Chamber og Life of Agony. Eftir að hafa gengið til liðs við ozzfest í júlí 1998 þurfti trommarinn Nick Menza að hætta tímabundið í hljómsveitinni vegna æxlis á hné og var Jimmy Degrasso fenginn í staðinn, hinsvegar eftir þau ummæli Mustaine að Menza hafi logið um æxlið var Degrasso fenginn inn í hljómsveitina endanlega. Eftir mikla velgengni Cryptic Writings lét Mustaine upptökustjórann Dann Huff leiða þá enn lengra inn á „mainstream“ markaðinn, og byrjuðu þeir að taka upp sýna nýustu plötu, Risk í janúar 1999. Platan var gefin út í ágúst sama ár og var hún algjörlega misheppnuð jafnt hjá gagnrýnendum og aðdáendum, en tónlistarlegur stíll sveitarinnar var orðin líkari einhvers konar „country pop“ heldur en gamla thrash metalnum sem að sveitin var brautryðjandi í. í júlí 1999 gaf sveitin út „cover“ útgáfu af Black Sabbath laginu never say die fyrir Sabbath tribute plötuna Nativity in Black, og í september byrjuðu þeir heimstúrinn til að kynna Risk með Iron Maiden í Evrópu. Eftir þrjá mánuði í túrnum ákvað langtíma gítarleikarinn Marty Friedman að hætta í sveitinni vegna tónlistarlegs ágreinings við Mustaine. Í janúat 2000 var gítarleikarinn Al Pitrelli fenginn inn í sveitina, en hann hafði áður spilað fyrir Alice Cooper og Savatage. Sveitin sneri aftur í stúdíóið í apríl 2000, en eftir að hafa fengið það tilboð að spila í Maximum Rock-túrnum með Anthrax og Motley Crue, ákváðu þeir að gera hlé á upptökunum og halda áfram í að túra norður ameríku út sumarið 2000. Í október sama ár hættu Megadeth og Capitol Records fjórtán ára samstarfi sínu, en seinasta Megadeth platan sem að Capitol gaf út var greatest hits platan Capitol punishment: The Megadeth years, en sú plata innihélt tvo ný lög: „Kill the King“ og „Dread and the fugitive mind“ sem að sýndu að sveitin var að snúa aftur til þeirra Thrash Metal uppruna. Í nóvember 2000 skrifuðu þeir undir samning við nýja upptökufyrirtækið Sanctuary Records. Eftir Maximum Rock-túrinn sneru þeir aftur í stúdíóið til að leggja lokahönd á þeirra níundu stúdíóplötu The world needs a hero en Mustaine hafði rekið umboðsmanninn Bud Prager vegna þeirra gríðarlegu vonbrigða sem að Risk var og ákvað að framleiða plötuna sjálfur. Platan kom út 15.maí 2001 og var hún fyrsta platan síðan Peace sells... sem að Mustaine samdi alla sjálfur (fyrir utan smá part í laginu promises) og fékk platan blendna dóma gagnrýnenda en aðdáendur voru hinsvegar ánægðir með að platan var skref í rétta átt fyrir hljómsveitina þar sem að hún varð kominn aftur í thrash metalinn. Túrinn til að kynna The world needs a hero byrjaði sumarið 2001 og túruðu þeir þá Evrópu með [[AC/DC]], og síðan Ameríku með Iced Earth og Endo í september. Hinsvegar var klippt fljótlega á túrinn vegna hryðjuverkaárásanna 11.september, og Mustaine fór í staðinn heim til Arizona og tók upp þeirra fyrstu "live" plötu, Rude Awakening. Í september 2002 endurmixaði Mustaine þeirra fyrstu plötu Killing is my business... og átti hann þá eftir að mixa allar gömlu plöturnar þeirra seinna. 3.apríl 2002 tilkynnti Mustaine á blaðamannafundi að Megadeth væri hætt störfum vegna alvarlegs taugaskaða í hendi sem að Mustaine hafði orðið fyrir. Eftir næstum ár af mikilli sjúkraþjálfun og veseni byrjaði Mustaine að vinna að því sem átti að vera hans fyrsta "Sóló" plata, platan var tekið upp með trommaranum Vinnie Colaiuta, bassaleikaranum Jimmy Sloas og fékk Mustaine fyrrverandi gítarleikara Megadeth, Chris Poland til að spila nokkra sólóa inná plötuna. Vegna samninga við EMI Records þurfti Mustaine að gefa út plötuna "The System Has Failed" undir nafninu Megadeth og kom sú plata út 14.september 2004. Platan seldist vel og fékk góða dóma en mörg lög á plötunni voru hinsvegar ansi útvarpsvæn og ekki voru allir fullkomlega ánægðir. The System Has Failed var fyrsta Megadeth platan sem að bassaleikarinn Dave Ellefson lék ekki á og hafði Mustaine rekið hann úr sveitinni vegna persónulegra deilna. "Blackmail the Universe" túrinn byrjaði í október 2004 og höfðu þá bassaleikarinn James Lomenzo(fyrrum Iced Earth meðlimur) og gítarleikarinn Glen Drover(Eidolon,King Diomond) gengið til liðs við sveitina, gamli meðlimurinn Nick Menza sneri aftur á bak við trommusettið en þurfti að hætta fimm dögum fyrir fyrstu tónleikanna vegna þess að hann var ekki í nógu góðu líkamlegu formi og kom þá bróðir Glen Drover, Shawn Drover í staðinn fyrir hann. Hljómsveitin túraði Bandaríkin með Exodus og seinna Evrópu með Diamond Head og Dungeon. Í maí 2006 tilkynnti Mustaine að þeirra ellefta stúdíóplata "United Abominations" væri næstum því tilbúin, platan kom út 15.maí 2007 og spiluðu sömu meðlimir á plötunni og í Blackmail the Universe túrnum. Platan seldist mest af öllum plötum síðan Youthanasia kom út 1994 og fékk hún góða dóma, flestir aðdáendur voru líka sammála um að Megadeth hefði snúið aftur í upprunann, Thrash-Metal. 13 janúar 2008 tilkynnti Mustaine að gítarleikarinn Glen Drover væri hættur í sveitinni og að hinn knái Chris Broderick(Nevermore,Jag Panzer) hefði komið í hans stað en Drover hafði hætt vegna þess að hann vildi fá að eyða meiri tíma með fjöldskyldunni. Í september 2008 tilkynnti Mustaine að þeir væru byrjaðir að taka upp nýja plötu, platan á að koma út seint á árinu og á ætla þeir að halda sér á sömu braut í tónlistinni og á United Abominations.
 
== Plötur ==