„Papúa Nýja-Gínea“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
Setti inn upplýsingar um loftslag PNG
Dagvidur (spjall | framlög)
Meira um veðurfar PNG
Lína 59:
 
==Loftslag==
Veðurfar Papúa Nýju Gíneu telst til hitabeltisloftslags með jöfnum háum hita allt árið og mikilli úrkomu í þéttum regnskóginum. En fjölbreytni í veðurfari er fjölbreytt. Í fjöllunum sem rísa allt að 4000 metra yfir sjávarmál eru hitastigsbreytingar meiri og þar snjóar með reglulegu millibili.
 
Á láglendi er meðal hámarkshiti á bilinu frá 30 til 32 °C, og að lágmarki á milli 23 til 24 °C. Árstíðabundnar sveiflur í hitastigi er smávægileg. Kaldara loftslag er á hálendinu en þar er næturfrost algengt yfir 2100 metrum. Hitastig þar almennt yfir 22 °C á daginn óháð árstíð. Hver breytileiki í hæð kallar á nýjar vistfræði plöntu-og dýralífs.
 
Úrkoma , fremur en hitastig , er ákvarðar árstíð í landinu. Úrkoma er háð tveimur vindkerfum —suðaustur vindkerfi og vindkerfi norðvestanátt sem er ókyrrðar svæði með monsoon vindum — sem og eiginleikum breiddargráðu og hæðar yfir sjávarmáli. Suðaustur vindar vara í sjö mánuði (frá maí til nóvember) í suðaustasta hluta landsins (Milne flóa) og smám saman styttri tíma í norðurhluta landsins, eða í aðeins þrjá mánuði á Admiralty-eyjum. Norðvestanátt er algengari á norðvesturhluta landsins og á Bismarck eyjaklasanum. Þeirra vinda gætir aðeins 3-4 mánuði ársins höfuðborginni Port Moresby, á regntímanum frá desember til mars. Úrkoma í höfuðborginni er minni 1.300 mm á ári , sem hefur áhrif á vatnsveitu höfuðborgarinnar. Hálöndin virðast hafa eigin kerfi loftstreymis, með rigningu allt árið (2500 -4000 mm) ef frá er talið þurr tími um mitt árið.
 
==Íbúar==