„Hernám Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tek aftur breytingu 1422322 frá 180.191.152.223 (spjall)
Lína 8:
 
== Hernámið ==
Um þrjúfjögur leitið aðfaranótt föstudagsins 10. maí árið 1940 vöknuðu nokkrir [[Reykjavík|Reykvíkingar]] við flugvélarhljóð. Þar var bresk herflugvél af herskipinu [[Berwick]] á ferðinni sem kom fljúgandi úr vestri en þetta voru ein mestu mistök sem breski herinn gerði í hernámi Íslands. Alls ekki átti að draga athygli að Bretum og sérstaklega ekki þessa tilteknu nótt. Þennan sama morgunn urðu svo nokkri Reykvíkingar varir við sjö herskip úti á sjó sem stefndu að ytri höfninni.<ref>Heimsstyrjaldarárin á Íslandi (bindi 1) : 56.</ref>
 
Klukkan 3:40 var íslensku lögreglunni tilkynnt að bresk herskip hefðu lagt upp að gamla hafnarbakkanum í Reykjavík og var það Einar Arnald, fulltrúi lögreglustjóra, sem brást við fregnunum. Einar bjóst þegar til að fara út í herskipin og tilkynna þeim reglur landsins, en á meðan hann beið kom [[tundurspillir]] að hafnarbakkanum og út úr honum komu 746 alvopnaðir hermenn sem tóku stefnuna beint upp í bæ. Þegar þetta er að gerast er klukkan orðin fimm um morguninn og krafðist Einar að fá að vita hvað sé á seyði.<ref>Heimsstyrjaldarárin á Íslandi (bindi 1) : 56-57.</ref> Breski ræðismaðurinn John Bowernig neitaði að svara en seinna kom í ljós þegar Bretar dreifðu tilkynningu til Íslendinga og breskur sendiherra fór á fund með íslensku ríkisstjórninni sem mótmælti þessu broti á hlutleysi landsins. Tilkynning þessi var svo síðar um daginn lesin í útvarpinu ásamt því að forsætisráðherra flutti útvarpsávarp þar sem hann skýrði þjóðinni frá viðburðum dagsins. Bretar lögðu mikla áherslu á friðsamlega sambúð og var hermönnum skyldugt að koma vel fram við Íslendinga.