„Spjall:Gregoríska tímatalið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Agur Kesalat (spjall | framlög)
Meira um sambandið Gregor-gregorskur
Agur Kesalat (spjall | framlög)
Spurt um venju við að leita sérfræðiálits
Lína 30:
 
:::::: Bestu þakkir fyrir þessi svör. Ég vildi fyrst og fremst koma því á framfæri að samræmi þyrfti að vera milli þeirrar útgáfu af nafni páfans sem notuð er og lýsingarorðsins sem af því er dregið. „Gregorískur“ er auðvitað rétt myndað af ''Gregoríus'' en ef við föllumst á að fremur eigi að rita ''Gregor'' verður lýsingarorðið að vera „gregorskur“ (með sömu rökum og notuð voru þegar „gregoríanskur“ var talið ótækt). Þetta snýst því í mínum huga um það hvort sé réttara, ''Gregor'' eða ''Gregoríus''. Vera má að ég hafi farið nærri frumrannsókn í athugun minni á því, en það virtist vera nauðsynlegt til þess að sýna hvernig orðanotkunin væri meðal þeirra sem telja má að séu bestu heimildarmennirnir. (Ef við tökum hins vegar mið af einhverju á borð við íslenskt textasafn Árnastofnunar verður niðurstaðan sú að rita beri „gregoríanskur“ því að það virðist vera almennt notað í textunum sem þar hafa verið orðteknir.) Ég kalla því eftir umræðu um tvennt: 1) hvort rita beri „Gregoríus“ gegn þeirri hefð sem mótast hefur meðal fræðimanna undanfarin 150 ár og 2) hvort rita beri „gregorískur“ óháð því hvor nafnmyndin er notuð. [[Notandi:Birnuson|Birnuson]] ([[Notandaspjall:Birnuson|spjall]]) 9. október 2013 kl. 10:54 (UTC)
 
:::::: Hvað er annars venja að gera þegar álitamál af þessu tagi koma upp? Er leitað sérfræðiálits? Hér fyrir ofan er vísað til pósts sem sendur hafi verið Íslenskri málstöð en því efni hefur verið eytt. [[Notandi:Birnuson|Birnuson]] ([[Notandaspjall:Birnuson|spjall]]) 9. október 2013 kl. 10:58 (UTC)
Fara aftur á síðuna „Gregoríska tímatalið“.