„Notandi:Illhugi/sandbox“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Illhugi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Illhugi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 22:
==Líf Berlínarbúa==
Líf Berlínarbúa á fyrstu mánuðum einangruninnar var nokkuð erfitt. Lítið var til að nauðsynjum og loftbrúin ekki komin á fullt skrið. Til að bæta ofan á það þá var veturinn að skella á og lítið sem ekkert var til af eldsneyti og kolum. Var því varla hægt að kynda húsin og starfsemi verksmiðja stöðvaðist nánast. Það var því tekið upp á því að höggva niður öll tré borgarinn til að nota í eldsneyti. Algengt var að fólk borðaði gras og leita sér matar í ruslatunnum. Það lét sig samt hafa þetta því að hinn kosturinn í stöðunni var að vesturveldin yfirgæfu svæðið og Sovíetmenn tæku yfir Vestur-Berlín. Þetta leist engum vel á, enda höfðu Vestur-Berlínarbúar heyrt sögur af því hvernig meðferðin á fólkinu í austri var og höfðu fáir áhuga á sameiningu við Sovíetríkin. En lífsgæðin bötnuðu þó nokkuð þegar loftbrúin komst á skrið þó engin velmegun hafi verið þá hélt hún lífinu í fólki.<ref name="sof2" > [http://www.spiritoffreedom.org/airlift.html The Berlin Airlift: Life of Berliners.]. Sótt 1. október 2013.</ref>
[[Mynd:[[Mynd:ExampleGailHalvorsen1989.png|thumb|Myndlýsing]]jpg|thumb|Halverson í Berlín á 40 ára afmæli loftbrúarinn]]
==Nammi aðgerðin==
Ein af frægustu sögum einangruninnar er er svokölluð [[Nammi]] aðgerðin(e. Operation Little Vittles). Það var bandaríski [[flugmaður|flugmaðurinn]] [[Gail Halverson]] sem fyrstur tók upp á því að festa nammi við litlar [[fallhlíf|fallhlífar]] og láta svífa til [[Börn|barnanna]] í Vestur-Berlín. Sagan segir að hann hafi tekið eftir nokkrum börnum standa fyrir utan flugvöllinn sem hann var staðsettur á. Hann fór til barnanna og svaraði nokkrum spurningum um flugvélarnar og þess hátta en tók eftir því að enginn þeirra bað um nammi eða [[tyggigúmmí]] ólíkt börnum hann hafði hitt í áður í Evrópu. Hann gaf því börnunum smá tyggigúmmi og sagði að ef þau myndu deila því á milli sín þá myndi hann fljúga yfir daginn eftir og henda út nammi til þeirra. Börnin spurðu hann hvernig þau myndu vita hvaða flugvél væri hans. Hann sagðist þá ætla að vagga vængjunum sínum til hliðar svo þau myndu þekkja hann. Þar fékk hann viðurnefnið "Uncle Wiggly Wings". Hann var einnig þekktur sem [[súkkulaði]] frændinn, eða súkkulaði flugmaðurinn.<ref name="sof3" > [http://www.spiritoffreedom.org/airlift.html The Berlin Airlift: Operation Little Vittles.]. Sótt 1. október 2013.</ref>