„Arsenal F.C.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 24:
Þannig hófst í raun saga þessa félags sem er eitt það stærsta í Englandi og var heillengi á árunum fyrir seinna stríð, stærsti klúbbur í heimi. Næsta skref var að skipta um nafn. Liðið hét nú Royal Arsenal. Aðstöðuleysi hindraði þessa stórhuga menn ekki í að halda áfram að spila knattspyrnu. Árið [[1891]] hafði félagið unnið allar bikarkeppnirnar í London og þar með skotist fram úr eldri liðum á borð við [[Tottenham]] og [[Milwall]]. En eitthvað vantaði uppá. Stóru liðin að norðan voru enn of sterk fyrir „litla“ Arsenal og það var ekki fyrr en atvinnumennsku var komið á hjá Arsenal að hjólin tóku að snúast af alvöru. Fljótlega voru umsvifin orðin það mikil að liðið varð að eignast leikvang. Fyrsti völlurinn sem Arsenal eignaðist var ''Manor Field'' við Manor veg og gátu þeir þar byggt stúku sem þeir gátu verið stoltir af En bakslag kom í þetta ferli þegar hin liðin í Norður Englandi sem hingað til höfðu viljað spila við Arsenal tóku nú uppá því að neita að spila við þá. Á þeim tíma var Arsenal eina liðið í suður-Englandi sem hafði tekið upp atvinnumennsku og það fór illa í hin liðin. Enska knattspyrnusambandið snéri líka baki við þeim svo nú urðu þeir að róa á önnur mið. Reynt var að fá stóru liðin fyrir sunnan til þess að stofna deild en þeir vildu það ekki. Nú voru góð ráð dýr. Arsenal sá nú fram á dökka tíma.
 
Þeir þurftu að leggja á sig löng og erfið ferðalög til að fá leiki og aðsókn á Manor Ground sem hingað til hafði verið mjög góð, eða um 12 þúsund manns á leik, fór ört dvínandi. Allt virtist vera á niðurleið þegar [[Sir Henry Norris]] kom til bjargar. Sá var formaður [[Fulham]] og vildi hann yfirtaka Arsenal og flytja það til Craven Cottage sem var heimavöllur Fulham. Stjórn deildakeppninnar var mótfallinn þessari sameiningu svo nú hófst tími uppbyggingar hjá Norris og félögum.
 
Norris byrjaði á því að kaupa [[Alf Common]] sem var fyrsti leikmaðurinn til þess að kosta meira en 100.000 pund en hann breytti litlu og liðið hélt áfram að tapa.