„Notandi:Illhugi/sandbox“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Illhugi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Illhugi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
 
[[Mynd:Navajo-protraits.jpg|thumb|Myndir af Navajó indíánum]]
'''Navajó Indíánarnir''' eru stærsti viðurkenndi hópur frumbyggja í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] með íbúafjölda yfir 300.000 manns. Navajó Indíánarnir eru með sína eigin ríkisstjórn sem stjórnar Navajó verndarsvæðinu sem er staðsetta á svokölluðu Four Corners svæðir, þetta er svæðið þar sem fylkin [[Colorado]] , [[New Mexico]], [[Arizona]] og [[Utah]] mætast. Flestir Navajó indíánar tala upprunalegt tungumál þeirra, [[navajóíska|navajóísku]] og einnig [[Enska|ensku]].<ref name="navajotimes" > [http://navajotimes.com/news/2011/0711/070711census.php Census: Navajo enrollment tops 300,000.]. Sótt 21. september 2013.</ref>
Stærstur hluti Navajó indíána býr í Arizona eða um 140.000 manns og New Mexico, um 100.000 manns. Meira en þriðjungur allra Navajó indíána býr í þessum tveimur fylkjum.<ref name="usa" > [http://www.usa.com/navajo-county-az-population-and-races.htm Navajo population.]. Sótt 21. september 2013.</ref>
Lína 13 ⟶ 14:
== Navajó leynikóðinn ==
Navajó leynikóðinn var fyrirbæri sem varð til í [[seinni heimstyrjöldin|seinni heimstyrjöldinni]]. Þetta var ákveðinn herkóði sem lítill hópur af Navajó mönnum bjó til og notaði fyrir [[Bandaríski herinn|Bandaríska herinn]]. Kóðinn var búinn til úr frummáli Navajó indíánanna, sem hentaði vel enda er tungumálið mjög sérstakt og aðeins talað á tiltörulega litlu svæði í Bandaríkjunum. Þetta gerði það að verkum að mjög erfitt var fyrir óvininn að leysa úr kóðanum og sumir hafa farið svo langt að segja að þetta sé eini kóðinn sem óvinurinn hafi aldrei ráðið.<ref name="navajoct" > [http://www.navajocodetalkers.org/the_code/ The Navajo code talkers.]. Sótt 22. september 2013.</ref>
Þessir svokölluðu Navajo kóða hvíslarar (e. [https://en.wikipedia.org/wiki/Navajo_Code_Talker#Use_of_Navajo Navajo code talkers].) tóku þátt í öllum áhlaupum bandaríska hersins í Kyrrahafinu á árunum 1942-45. Howard Connor [[majór]] innan bandaríska hersins hélt því fram að ef ekki hefði verið fyrir Najavó indíánanna og kóðann þeirra þá hefðu bandaríkjamenn aldrei sigrað áhlaupið á Iwo Jima ströndina, sem er ein frægasta orusta okkar tíma.<ref name="navajo-nsn" > [http://www.navajo-nsn.gov/history.htm Navajo history.]. Sótt 22. september 2013.</ref>
 
Saga þessa kóða hvíslara var hinsvega leyndarmál í fjöldamörg ár, vegna þess að Bandarísk stjórnvöld töldu kóðann varða öryggi landsins og héldu honum leyndum. Það var síða ekki fyrr en 17 september árið 1992 sem hvíslararnir fengu loks sína viðurkenningu sem þeim var veitt í [[Pentagon]] herstöðinni í [[Washington D.C.]]<ref name="navajo-nsn" > [http://www.navajo-nsn.gov/history.htm Navajo history.]. Sótt 22. september 2013.</ref>
Lína 19 ⟶ 20:
[[Mynd:Navajo_flag.svg|thumb|Fáni Navajó þjóðarinnar]]
== Fáni Navajó ==
Fáni Navajó fólksins var hannaðar af Jay R. Degroat, Navajóa frá Mariano Lake í New Mexico. Hönnun hans var valin úr yfir 140 innsendra hönnunna og var formlega tekin í notkun þann 21. maí árið 1968. Ljós brúna svæðið táknar núverandi verndarsvæði Navajó indíánanna á meðan það dökkbrúna táknar hið gamla frá samningnum sem gerður var árið 1868. Inn í hvíta hringnum í miðjunni sést síðan sól yfir uppskeru og dýrum, sem táknar landbúnaðar lifnaðarhátt Navajó indíánanna. Síðan sést einnig hefðbundið Navajó tjald við hliðina á nútíma heimili. Á milli tjaldsins og hússins er síðan lítill olíbrunnur sem táknar tekjumöguleika ættbálksins og fyrir ofan þetta eru myndar af dýrum sem tákna náttúrulegt dýralíf á svæðinu.<ref name="navajo-nsn" > [http://www.navajo-nsn.gov/history.htm Navajo history.]. Sótt 22. september 2013.</ref>
 
== Gagnrýni ==