„Las Vegas“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
Fyrir utan spilavítin eru það aðallega hinar mörgu sýningar sem eru einkennandi fyrir borgina. Listamenn sem starfa eða störfuðu í Las Vegas eru m.a. [[Elvis Presley]], [[Tom Jones]], [[Frank Sinatra]] og [[Céline Dion]]. Þá eru sérstaklega margar brúðkaupskapellur í borginni, sem orsakast af því að lög um [[hjúskaparstofnun]] (og [[hjúskaparslit]]) eru sérlega einföld. Þannig gifta um 150 manns sig í Las Vegas á hverjum einasta degi.
 
Borgin er stundum kölluð '''''Sin City''''' vegna mikilla (löglegra) fjárhættuspila, mikils framboðs á áfengum drykkjum allan sólarhringinn, fíkniefna, margvíslegs framboðs á erótískum skemmtunum og lögleiðingu vændis í nærliggjandi sýslum. Stjórnvöld og ferðamálafrömuðir svæðisins styðja aftur á móti nafngiftina ''The Entertainment Capital of the World'' (''skemmtanahöfuðborg heimsins'').
Bein þýðing á nafninu yfir á íslensku úr spænsku væri eiginlega "Túnin" þar sem "Las" er tiltekni greinirinn í fleirtölu karlkyns en 'vegas' er þýtt sem trjálaus græn svæði með grasi en hugsanlega littlum gróðri svo sem lúpínu. 'Vegas' þýðist yfir á ensku sem meadows.