Munur á milli breytinga „Alþýðufylkingin“

Alþýðufylkingin berst skilyrðislaust gegn aðild Íslands að [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] á þeim forsendum að þar ráði [[Kapítalismi|auðvaldsskipulag]] og [[frjálshyggja]] ríkjum, og Íslendingar eigi heldur að standa vörð um pólitískt og efnahagslegt fullveldi þjóðarinnar.<ref>[http://www.grapevine.is/Features/ReadArticle/Althythufylkingin-The-Peoples-Front-of-Iceland-Interviewed „Alþýðufylkingin (“The People’s Front of Iceland”) Interviewed“], [http://www.grapevine.is/ ''The Reykjavík Grapevine''] 5. mars 2013. [Skoðað 10. apríl 2013]</ref> Flokkurinn mælir með úrsögn Íslands úr [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] og vill þess í stað að landið beiti sér í þágu friðar og réttlætis á alþjóðavettvangi.
 
Alþýðufylkingin mun stuðla að því að jöfnuður og jafnrétti verði raunverulegar stoðir samfélagsins. Til þess þarf að efla lýðræði og auka vægi hins félagslega í hagkerfinu á kostnað [[markaðsvæðing|markaðsvæðingar]], en þá verði hægt að reisa velferðarkerfið rausnarlega við og styrkja alla innviði félagskerfisins.
 
{{Tilvitnun|Með félagsvæðingu er ekki aðeins átt við ríkisrekstur eða annað félagslegt eignarhald heldur verði markmið rekstrarins annað og víðtækara en bókhaldslegur hagnaður: Hagur almennings og samfélagsins í heild verði í öndvegi, viðkomandi starfsemi lúti lýðræðislegum ákvörðunum og stefnumörkun og enginn geti haft hana sér að féþúfu.|Stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar|16. febrúar 2013}}
Óskráður notandi