„Lenínskólinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 13 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q1190355
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Lenínskólinn''' var einn af leynilegum byltingarskólum sem Alþjóðasamband kommúnista, [[Komintern]], rak í [[Moskva|Moskvu]]. Hann var stofnaður 1926 í framhaldi af samþykkt Kominterns um aukinn aga og öflugri byltingaranda í einstökum aðildarflokkum sambandsins. Frá 1926 til 1938 fengu um þrjú þúsund kommúnistar þjálfun í þessum skóla og tveimur öðrum, Austurskólanum, sem ætlaður var byltingarmönnum frá [[Kína]] og öðrum austlægum löndum, og [[Vesturskólinn|Vesturskólanum]], sem hafði svipað hlutverk og Lenínskólinn.
 
Á meðal nemenda í Lenínskólanum, sem síðar urðu kunnir, voru Josip Broz Tito frá Júgóslavíu, Wladyslaw Gomulka frá Póllandi, Erich Honecker, Heinz Hoffmann og Erich Mielke frá Austur-Þýskalandi og David Alfaro Siquero frá Mexíkó.
[[Kommúnistaflokkurinn]] íslenski, sem var deild í Komintern, sendi um tuttugu Íslendinga í Lenínskólann og [[Vesturskólinn|Vesturskólann]]. Þar á meðal voru Benjamín H. J. Eiríksson, síðar bankastjóri, og Hallgrímur Hallgrímsson, sem tók þátt í [[Spænska borgarastyrjöldin|spænska borgarastríðinu]]. Ýmsir nemendur úr skólunum sátu í miðstjórn [[Kommúnistaflokkurinn|Kommúnistaflokksins]] og síðar [[Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokksins]], Dýrleif Árnadóttir, Eggert Þorbjarnarson, Stefán Pjetursson, Hjalti Árnason, [[Ásgeir Blöndal Magnússon]] og Þóroddur Guðmundsson. Tveir nemendur í þessum byltingarskóla sátu á þingi fyrir [[Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokkinn]], Steingrímur Aðalsteinsson og Þóroddur Guðmundsson.
 
[[Kommúnistaflokkurinn]] íslenski, sem var deild í Komintern, sendi um tuttugu Íslendinga í Lenínskólann og [[Vesturskólinn|Vesturskólann]]. Þar á meðal voru [[Benjamín H. J. Eiríksson]], síðar bankastjóri, og Hallgrímur Hallgrímsson, sem tók þátt í [[Spænska borgarastyrjöldin|spænska borgarastríðinu]]. Ýmsir nemendur úr skólunum sátu í miðstjórn [[Kommúnistaflokkurinn|Kommúnistaflokksins]] og síðar [[Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokksins]], Dýrleif Árnadóttir, Eggert Þorbjarnarson, Stefán Pjetursson, Hjalti Árnason, [[Ásgeir Blöndal Magnússon]] og Þóroddur Guðmundsson. Tveir nemendur í þessum byltingarskóla sátu á þingi fyrir [[Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokkinn]], Steingrímur Aðalsteinsson og Þóroddur Guðmundsson.
 
Nemendur lærðu sögu [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]], [[Marxismi|marxísk]] fræði og hagfræði, en hlutu einnig þjálfun í vopnaburði og skipulagningu óeirða. Einn kennari þeirra var finnski kommúnistinn Tuure Lehén, sem var herforingi í [[Rauði herinn|Rauða hernum]] og innanríkisráðherra í finnsku leppstjórninni, sem [[Stalín]] myndaði eftir [[Vetrarstríðið|innrásina í Finnland 1939]].