Munur á milli breytinga „Páskahald gyðinga“

m (Bot: Flyt 59 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q121393)
== Upphaf páska ==
[[Mynd:Cph hagada17b massa.jpg|thumb|230pk|Maður með "maṣṣót" (ósýrt brauð). Mynd úr ''København-haggadáen'' — handrit um helgisiði gyðinga frá [[1739]].]]
Samkvæmt söguhefð gyðinga eiga páskarnir uppruna í flóttanum frá [[Egyptaland]]i (Exodus) er [[Móses]] leiddi Ísraelsmenn út úr ánauðinni hjá [[faraó]], gegnum [[Rauðahafið]] og eyðimörkina í átt til hins fyrirheitna lands eins og sagt er frá í [[Biblían|Biblíunni]] í 12. kapítula [[2. Mósebók|2. Mósebókar]]. Þar segir að Guð hafi sagt Móses að hann ætli að „fara um Egyptaland og deyða alla frumburði í Egyptalandi, bæði menn og fénað“ svo að faraó sleppti Gyðingum úr landi. Til þess að Guð gæti þekkt hvar Gyðingarnir bjuggu var þeim uppálagt að slátra lambi og ríða blóði þess á dyrastafi hýbýla sinna. Pesah (páskar) hefur í þessum texta verið þýtt sem „framhjáganga“ vegna þess að Drottinn hét: „Er ég sé blóðið, mun ég ganga fram hjá yður, og engin skæð plága skal yfir yður koma, þegar ég slæ Egyptaland“. ( <span dir=rtl>וראיתי את־הדם ופסחתי עליכם</span> [vərā’ītī et-haddām, u'''fāsaḥ'''tī ʕălēxem] ''„Er ég sé blóðið, mun ég ganga fram hjá yður“''. (2. Mósebók 12:13)
 
Hátíðin er haldin til áminningar um flóttann sem á að hafa gerst um 1300 árum fyrir Krist.
 
== Páskahátíðin ==
2.416

breytingar