„Vilborg Dagbjartsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Thvj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Vilborg rithöfundur fæddist á Hjalla á [[Vestdalseyri]] þann 18. júlí árið 1930. Foreldrar hennar voru Dagbjartur Guðmundsson og Erlendína Jónsdóttir. Vilborg lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1952 og stundaði nám í bókasafnsfræðum við Háskóla Íslands 1982. Hún stundaði leiklistarnám hjá [[Lárus Pálsson|Lárusi Pálssyni]] og var í námshring Gunnars R. Hansens í leiklist á árunum 1951-1953. Hún starfaði sem rithöfundur og barnakennari í [[Austurbæjarskólinn|Austurbæjarskóla]] um langt árabil. Vilborg er þekktust fyrir ljóð sín en eftir hana liggur einnig fjöldi rita fyrir börn, bæði frumsamdar sögur og þýðingar og auk þess námsefni. Hún ritstýrði Óskastundinni, barnablaði [[Þjóðviljinn|Þjóðviljans]], 1956 – 1962 og Kompunni, barnasíðu sunnudagsblaðs sama blaðs, frá 1975 – 1979.
 
Eiginmaður Vilborgar var [[Þorgeir ÞorgeirssonÞorgeirson]] rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður.
 
== Félagsmál ==