„Nýaldartónlist“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Höskuldur (spjall | framlög)
Ný síða: ==Nýaldartónlist== Nýaldartónlist (e. New Age) er tónlistarstefna sem á rætur að rekja til hugleiðslu og þeirrar hugmyndafræði að allt í heiminum sé tengt á einhvern ...
 
Höskuldur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
==Nýaldartónlist==
 
Nýaldartónlist (e. New Age music) er tónlistarstefna sem á rætur að rekja til hugleiðslu og þeirrar hugmyndafræði að allt í heiminum sé tengt á einhvern hátt. Einnig er tónlistarstefnan oft tengd við heimspeki nýaldarstefnunnar (e. New Age spirituality) sem varð til á vesturlöndum á seinni hluta tuttugustu aldarinnar. Markmiðið með tónlistinni er að skapa ró og seiðandi andrúmsloft. Hljómsveitir tíðkast ekki í þessum bransa, heldur eru það stakir tónlistarmenn sem gera allt og eru plötur eftir þá oft spilaðar til að róa taugarnar í [[jóga]], [[Nudd|nuddi]], hugleiðslu og [[Lestur|lestri]]. Einnig trúa sumir að tónlist af þessu tagi sé afar hjálpleg og veiti ekki aðeins listræna fullnægingu, heldur geti einnig hjálpað til við alls kyns lækningar og meðferðir.
Þá er einnig mikill fjöldi fólks sem vill aðeins hlusta á nýaldartónlist sér til skemmtunar og yndisauka og til að slaka á heima við.
Lög sem samin eru undir áhrifum stefnunnar eru oft tileinkuð náttúrunni og eiga að tákna einhvers konar svaðilfarir um náttúruna. Ekki er óalgengt að plötutitlar lýsi einhvers konar ferðum og hugtök eins og Máninn, lífið og andar eru algeng í nöfnum verkanna. Notkun hljóðfæra er sérstök á þann hátt að næstum allt virðist leyfilegt. Hægt er að heyra í öllu frá [[blokkflauta|blokkflautu]] til [[Hljóðgervill|hljóðgervla]] og stundum er þessu tvennu jafnvel blandað saman. Söngur hefur lengi vel ekki tíðkast í nýaldarlögum en þó hafa söngraddir orðið vinsælli á síðastliðnum árum. Þá líkist söngurinn oft eins konar kyrjun frumbyggja eða sækir innblástur í goðafræði [[Keltar|Kelta]] og [[Engilsaxar|Engilsaxa]]. Svo virðist sem lengd skipti litlu máli og geta einstök lög orðið hálftími eða jafnvel meira að lengd.