„Hrafn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sigatlas (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 7. nóvember 2004 kl. 16:06

Hrafninn (Corcus corax) er stærsti spörfuglinn á Íslandi og er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru og er algengur um allt land. Hann er staðfugl á Íslandi og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári. Hrafnar eru ákaflega tryggir maka sínum og endist hjúskapur þeirra ævilangt.

Hreiður hrafnsins nefnist laupur. Hann verpir í apríl 4 – 6 eggjum. Ungarnir koma úr eggjunum eftir u.þ.b. þrjár vikur. Utan varptíma safnast hrafnar í stórum hópum saman á ákveðnum stöðum og þeir eru oftast tveir og tveir saman á ferð. Á haustin má sjá þrjá eða fleiri hrafna saman og eru þar að öllum líkindum á ferðinni foreldrar með nýfleyga unga.

Hrafninn er fugl Hrafna-Flóka og landnámsins. Hann er jafnframt fugl Óðins en Huginn og Muninn voru tákn visku og spádómsgáfu.

Hrafninn og þjóðtrúin

Margar þjóðsögur og frásagnir af hröfnum eru kunnar í íslenskum heimildum, svo ekki sé minnst á fjölda vísna, ljóða og söngtexta.

Það er sagt að hrafnar haldi hrafnaþing tvisvar á ári, vor og haust, og að þeir semji sín á milli á vorþingum hvort þeir skuli vera óþekkir eða þægir.

Sagt er að þeir sem skilji hrafnamál séu gáfaðri en aðrir. Einnig að ef hrafn hoppi hingað og þangað uppi á húsum, skipti um hljóð og krunki upp í loftið, hristi vængina og yppti fiðrinu, boði það að einhver maður sé að drukkna.

Velþekkt er að flug hrafna boði annaðhvort feigð eða fararheill, eftir því í hvaða átt þeir fljúga yfir mann.

Það þótti ekki gott að heyra krunkið í hröfnum um nætur við bóndabæi. Það var vegna þess að þá hélt fólk að það væru draugar. Þeir voru kallaðir nátthrafnar.

Sagt er að krummi segi miklar fréttir þegar hann krunkar hátt og lengi og sumir segja að þeir menn sem skilji hrafnamál séu gáfaðri en aðrir menn.

Ef hrafn hoppar hingað og þangað uppi á húsum, og skiptir um hljóð og krunkar upp í loftið og hristir vængina og ypptir fiðrinu þá boðar það að einhver maður sé að drukkna.

Krummi er sagður bæði stríðinn og hrekkjóttur. Hann er mikill spádómsfugl og hans er víða getið í hverskyns göldrum. Hrafnsgall og heili hrafnsins þykja t.d. nauðsynleg bætiefni í marga galdra, svo sem til að gera mann ósýnilegan.


Ljóð og rímur um hrafninn

Krummi krunkar úti

Krummi krunkar úti,

kallar á nafna sinn.

Ég fann höfuð af hrúti,

hrygg og gæruskinn.

Komdu nú og kroppaðu með mér,

krummi nafni minn.

Komdu nú og kroppaðu með mér,

krummi nafni minn.


Krummi svaf í klettagjá

Krummi svaf í klettagjá,

kaldri vetrarnóttu á,

verður margt að meini

verður margt að meini.


Fyrr en dagur fagur rann,

freðið nefið dregur hann

undan stórum steini

undan stórum steini.


Á sér krummi ýfði stél,

einnig brýndi gogginn vel,

flaug úr fjallagjótum

flaug úr fjallagjótum.


Lýtur yfir byggð og bú

á bænum fyrr en vakna hjú,

veifar vængjum skjótum

veifar vængjum skjótum.


Sálaður á síðu lá

auður feitur garði hjá,

fyrrum frár á velli

fyrrum frár á velli.


Krunk, krunk, nafnar, komið hér,

krunk, krunk, því oss búin er

krás á köldu svelli

krá á köldu svelli.


Krumminn á skjánum

Krumminn á skjánum,

kallar hann inn.

Gef mér bita af borði þínu,

bóndi minn!


Bóndi svara býsna reiður,

burtu farðu, krummi leiður.

Líst mér að þér lítill heiður,

ljótur ertu á tánum,

krumminn á skjánum.


Krumminn í hlíðinni

Krumminn í hlíðinni

hann fór að slá,

þá kom lóa lipurtá

og fór að raka ljá.

Hann gaf henni hnappa þrjá

og bannaði henni að segja frá

en hann spói spíssnefur

hann sagði frá,

prakkarinn sá.

Þó var ljáin ekki nema

hálft annað puntstrá.