„Núnavút“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við oc:Nunavut
Lína 8:
 
== Saga ==
Inuítar hafa haft aðsetur á svæðinu í að minnsta kosti 4000 ár og fornleifafundir benda til þess að þeir hafi átt samskipti við norræna menn eftir að [[Grænland]] byggðist og jafnvel fyrr. Fyrstu rituðu heimildir um Nunavut eru frá [[1576]], þegar Englendingurinn [[:en:Martin Frobisher|Martin Frobisher]] kom þangað í leit að [[Norðvesturleiðin]]ni.
 
[[Hudson Bay-verslunarfélagið]] setti upp verslunarstöðvar á allmörgum stöðum á 19. og 20. öld og eru sumar þeirra enn til sem þorp. Kanadastjórn hvatti inuíta mjög til þess um og upp úr miðri 20. öld að fá sér fasta búsetu og kom þá um leið upp ýmiss konar þjónustu í byggðakjörnum. Nú er byggðin í Nunavut að mestu bundin við bæi og þorp. Stærstu bæirnir, auk Iqaluit, eru Rankin Inlet og Arviat, báðir með rúmlega 2000 íbúa.