„Bolton“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
LaaknorBot (spjall | framlög)
m r2.7.3rc2) (Vélmenni: Bæti við de:Bolton (Greater Manchester)
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 20:
| Vefsíða = www.bolton.gov.uk
|}}
'''Bolton''' er borg í [[Norðvestur-England|Norðvestur-hérað]] [[England]]s og tilheyrir stórborgarsvæði [[Manchester]]. Íbúar eru um 140 þúsþúsund. Þrátt fyrir stærðina hefur Bolton aldrei hlotið almenn borgarréttindi.
 
== Lega og lýsing ==
Lína 29:
 
== Skjaldarmerki ==
[[Skjaldarmerki]] Bolton er rauður skjöldur með tveimur gullnum þverröndum. Efst til hægri er ör, næla og vefaraprik, allt gulllitað. Neðst til rauð rós á gullnum smáskildi. Þverrendurnar eru gamlar og er merking þeirra ekki þekkt. Hugsanlega eru þær belti hermanns. Skjaldarberarnir eru tvö svört ljón frá [[Flæmingjaland]]i til að minnast þess að það voru Flæmingjar sem færðu borgarbúum vefnaðinn. Nælan og vefaraprikið eru einnig tákn um vefnaðinn mikla í borginni á [[19. öldin|19. öld]]. Ljónin halda á flöggum ríkjandi ætta (jarlanna í Derby og herragarðsins í Bolton). Örin er til tákns um þátttöku íbúa Bolton í orrustunni við Flodden Field [[1513]], en rósin er tákn Lancashire, sem Bolton tilheyrði í nokkrar aldir. Fíllinn efst var upphaflega tekinn úr merki [[Coventry]], en Bolton var eitt sinn í biskupsdæminu Mercia, en höfuðstaður þess var Coventry. Neðst er borði með áletruninni: SUPERA MORAS, sem merkir ''að yfirstíga tafir''. Bolton-super-Moras er gamla latneska heiti borgarinnar. Skjaldarmerkið var veitt [[5. júní]] [[1890]].
 
== Saga Bolton ==
[[Mynd: James Stanley, 7th Earl of Derby by Sir Anthony Van Dyck.jpg|thumb|Jarlinn af Derby (James Stanley)]]
[[Mynd: Swan Lane Mills Bolton - geograph.org.uk - 175112.jpg|thumb|Swan Lane Mills, ein af spunaverksmiðjunum í Bolton]]
Bolton kom fyrst við skjöl [[1067]] og kallaðist þá Bolton-le-Moors. Herrasetur var á staðnum og bjuggu þar lengst af ættmenn jarlsins af Derby. Svæðið var á þessum tíma skipt í tvennt, Great Bolton og Little Bolton, en áin Croal skildi á milli. Í kringum herrasetrið myndaðist svo bær. [[1251]] veitt [[Hinrik 3. Englandskonungur|Hinrik III]] konungur bænum markaðsréttindi og varð hann eigið sveitarfélag innan Lancashire. Flæmskir vefarar settust að í Bolton [[1337]] og komu af stað umfangsmiklum vefnaði, sem og framleiðslu á klossum. Vefnaðurinn varð mikil lyftistöng fyrir bæinn næstu aldir. Fleiri flæmingjar fluttust til Bolton á [[17. öldin|17. öld]] er þeir flýðu ofsóknir á hendur [[Húgenottar|húgenottum]] í heimalandi sínu. Sökum þessa var Bolton algerlega á bandi lýðveldissinna og púrítana í [[Enska borgarastyrjöldin|ensku borgarastyrjöldinni]]. Jarlinn af Derby fór því þangað með 10 þúsþúsund manna herlið [[28. maí]] [[1644]] og nær gjöreyddi bænum. 1.500 manns voru drepnir og 700 teknir til fanga. Atburður þessi gekk í sögubækurnar sem Bolton Massacre (fjöldamorðin í Bolton). Þegar borgarastríðinu lauk var jarlinn sóttur til saka og tekinn af lífi í bænum. Segja má að [[iðnbyltingin]] hafi hafist í bænum er spunavél var smíðuð þar [[1779]] af Samuel Crompton (fæddur í Bolton). Vefnaður jókst þá til muna og blómstraði hann alla [[19. öldin|19. öldina]]. Fyrir flutninga var skipaskurður grafinn til Manchester [[1791]] og [[járnbraut]]artenging þangað [[1828]]. Árið [[1911]] voru 36 þús manns starfandi í vefnaðargeiranum. Iðnaður þessi hrundi ekki fyrr en á þriðja áratugnum. [[26. september]] [[1916]] varð Bolton fyrir einni fyrstu loftárás sögunnar er [[Zeppelin-loftfar]] varpaði 21 sprengju á bæinn. Bolton kom ekki við sögu í [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjöldinni síðari]]. Þá tók við annars konar iðnaður og þjónustugreinar ýmisýmiss konar. [[2004]] var háskólinn University of Bolton stofnaður. Bærinn hefur allt til dagsins í dag ekki hlotið borgarréttindi. Great Bolton og Little Bolton voru sameinaðir í eitt sveitarfélag [[1838]] og hefur bærinn verið stækkaður nokkru sinnum síðan. [[2011]] sótti bærinn um borgarstatus, en var meinað.
 
== Íþróttir ==
Í Bolton fer árlega fram keppnin Ironman-UK, en það er breska landskeppnin í [[þríþraut]]. Hér er um sund, hjólreiðar og hlaup að ræða. Keppnin í Bretlandi hófst [[2005]] í Sherbourne, en var færð til Bolton [[2009]], þar sem hún hefur farið fram síðan. Síðan [[2010]] fer sundið þó fram í nágrannaborginni [[Wigan]].
 
Helsta [[Knattspyrna|knattspyrnulið]] borgarinnar er [[Bolton Wanderers]]. Það hefur leikið í 73 ár í efstu deild án sigurs, lengur en nokkurt annað enskt félag. Að öðru leyti hefur liðið fjórum sinnum unnið bikarkeppnina, síðast [[1958]]. Tveir [[Ísland|Íslendingar]] hafa leikið með liðinu: [[Guðni Bergsson]] ([[1995]]-[[2003]]) og [[Grétar Steinsson]] ([[2008]]-[[2012|12]]).
Lína 54:
 
== Frægustu börn borgarinnar ==
* ([[1945]]) [[Alan Ball]], knattspyrnumaður og heimsmeistari [[1966]] (fæddur í Farnworth við borgarmörkin)
* ([[1753]]) [[Samuel Crompton]], uppfinningamaður (spunavélin)
* ([[1939]]) [[Harold Kroto]], efnafræðingur og [[Nóbelsverðlaun í efnafræði|Nóbelsverðlaunahafi]] [[1996]]
 
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd: Man & Scythe.jpg|thumb|Kráin Ye Olde Man & Scythe]]
* [[Ye Olde Man & Scythe]] er eitt elsta hús Englands og elsta húsið í Bolton. Það kemur fyrst við skjöl [[1251]] og er trúlega frá fyrri hluta [[13. öldin|13. aldar]]. Húsið var endurreist [[1636]]. Hin ægifagra framhliðFramhliðin var endurgerð á [[20. öldin|20. öld]]. Það var fyrir framan þetta hús sem jarlinn af Derby var tekinn af lífi [[1651]] fyrir þátt sinn í fjöldamorðunum í Bolton. Húsið er krá í dag. Þar er stóll sem sagt er að jarlinn hafi setið á áður en hann var leiddur út til aftöku sinnar.
* [[Péturskirkjan í Bolton|Péturskirkjan]] er höfuðkirkja anglísku kirkjunnar í Bolton. Hún var reist [[1867]]-[[1871|71]] og er þriðja kirkjan á reitnum. Fyrsta kirkjan var reist af engilsöxum og önnur kirkjan á tímum [[Normannar|normanna]]. Sú kirkja var rifin [[1866]] og fannst þá í henni kross frá 8. öld. Hann er, ásamt öðrum gömlum kirkjumunum, geymdur til sýnis í núverandi kirkju. Turninn er 55 m hár. Kirkjusókn Péturskirkjunnar kallast gamla heitinu Bolton-le-Moors.
* [[Ráðhúsið í Bolton]] var reist [[1866]]-[[1873|73]] í nýklassískum stíl og stækkað á fjórða áratug 20. aldar. Í viðbót sem kallast Civic Centre er sögusafn, bókasafn, heilsugæsla, lögreglustöð og dómssalur. Húsin eru friðuð.
* [[Reebok Stadium]] er knattspyrnuvöllur og heimavöllur Bolton Wanderers. Hann var tekinn í notkun [[1997]] og tekur 28 þúsþúsund manns í sæti.
 
<gallery>