„Sinfóníuhljómsveit Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
Lína 2:
 
== Saga ==
Áður en Sinfóníuhljómsveit Íslands tók til starfa höfðu ýmsar tilraunir verið gerðar til stofnunar sinfóníuhljómsveitar og má þar nefna ''Útvarpshljómsveitina'' sem starfrækt var í nokkur ár. Einn aðalhvatamaður að stofnun hennar var [[Jón Þórarinsson]]. Sínfóníuhljómsveitin var stofnuð fimmtudagskvöldið [[9. mars]] [[1950]] þegar 39 manna sveit, þar af 5 erlendir tré- og málmblásturshljóðfæraleikarar hélt fyrstu tónleikana í [[Austurbæjarbíó]]i. Aðgangseyrið var 20 kr. og á tónleikunum var m.a. leikinn Egmont-forleikurinn eftir Beethoven og Ófullgerða sinfónían eftir Schubert. „Hefur aldrei áður heyrst svo stór og fullkomin íslenzk hljómsveit hér,“ mátti lesa í blöðunum og var mikið rætt um fagnaðarlætin sem brutust út í lokin. Það var nokkrum vandkvæðum bundið að tryggja hljómsveitinni rekstrargrundvöll, þannig var hljómsveitin rekin af [[Ríkisútvarpið|Ríkisútvarpinu]] fram að [[1983]] þegar lög voru samþykkt sem tryggðu sjálfstæði hljómsveitarinnar.
 
== Fjármál ==