„Guðbrandur Þorláksson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
EmausBot (spjall | framlög)
m r2.7.2+) (Vélmenni: Breyti: uk:Ґюдбрандур Торлакссон
Lína 5:
 
== Biskupstíð ==
Guðbrandur var biskup á Hólum í 56 ár og hefur enginn Íslendingur gegnt biskupsembætti lengur:-). Hann setti því mikinn svip á samtíð sína. Hann þótti vera einn mesti lærdómsmaður á Íslandi, einn af fulltrúum [[Húmanismi|húmanismans]] og hafði mikinn áhuga á [[landafræði]], [[stærðfræði]] og [[stjörnufræði]]. Hann vildi festa lútherska trú betur í sessi og í því skyni keypti hann [[prentsmiðja|prentsmiðjuna]] sem Jón Arason hafði flutt til landsins og hann hafði sjálfur unnið við á Breiðabólstað þegar hann var prestur þar, og lét flytja hana til Hóla. Hann stóð að umfangsmikilli prentun á guðsorðabókum og öðru trúarlegu efni á Hólum en þar ber hæst ''[[Guðbrandsbiblía|Guðbrandsbiblíu]]'', sem kom út árið [[1584]] og var að hluta til þýdd af Guðbrandi sjálfum, auk þess sem hann notaði þýðingu [[Oddur Gottskálksson|Odds Gottskálkssonar]] á Nýja testamentinu og aðrar eldri þýðingar. Hún var prentuð í 500 eintökum og kostaði hvert þeirra tvö til þrjú kýrverð, eftir efnahag kaupandans. Með þýðingunni og útgáfunni á biblíunni og öðrum ritum stuðlaði Guðbrandur að varðveislu íslenskrar tungu. Hann skrifaði margar bækur sjálfur og þýddi aðrar og gerði ákveðnar gæðakröfur til þess efnis sem hann gaf út, meðal annars um að íslenskum bragvenjum væri fylgt, auk þess sem kenningin þurfti að vera rétt.
 
Guðbrandur hafði sem fyrr segir mikinn áhuga á stjörnufræði og landmælingum og tókst að reikna út [[hnattstaða|hnattstöðu]] Íslands og einnig Hóla af meiri nákvæmni en áður hafði verið gert. Hann gerði líka [[landakort]] af Íslandi og leiðrétti önnur eldri. Var [[Íslandskort]] Guðbrandar lengi fyrirmynd annarra korta. Nánasti samstarfsmaður Guðbrandar mestalla biskupstíð hans var [[Arngrímur Jónsson lærði]].