„Nifteind“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
EmausBot (spjall | framlög)
m r2.7.2+) (Vélmenni: Bæti við: be:Нейтрон
Peturh (spjall | framlög)
smávægilegar ritvillur
Lína 13:
Fyrir utan kjarnann eru nifteindir óstöðugar og hafa [[meðallíftími|meðallíftíma]] upp á 866 sekúndur (um 15 mínútur). Þær hrörna, með því að gefa frá sér [[rafeind]] og [[fiseind|andfiseind]], yfir í róteind. Nifteindir í þessu óstöðuga formi eru kallaðar [[frjáls nifteind|frjálsar nifteindir]]. Þetta sama hrörnunarferli ([[betahrörnun]]) gerist einnig í sumum kjörnum. Eindir innan kjarnans sveiflast á milli nifteinda og róteinda, sem að breytast í hvor aðra við útgeislun og ísog á [[píeind]]um. Nifteind er flokkuð sem [[þungeind]] og samanstendur af tveimur ''niður'' [[kvarkur|kvörkum]] og einum ''upp'' kvark. Jafngildi nifteindar í andefni er [[andnifteind]].
 
Sá eiginleiki nifteinda sem skilur þær frá öðrum algengum [[öreind]]um er sú staðreynd að þær hafa enga hleðslu. Þessi eiginleiki seinkaði uppgötvun þeirra, gerir þær mjög gegnsmjúgandi, gerir það ókleyftókleift að athuga þær beint, og gerir þær mjög mikilvægar sem aðili í kjarnabreytingu.
 
Þrátt fyrir að frumeindir í eðlilegu ástandi eru líka hleðslulausar, eru þær tíuþúsund sinnum stærri en nifteind og samanstanda af flóknu kerfi neikvætt hlaðinna [[rafeind]]a, sem að eru dreifðar utan um jákvætt hlaðinn kjarna. Hlaðnar öreindir (eins og til dæmis róteindir, rafeindir og [[alfaeind]]ir) og rafsegulgeislun (eins og til dæmis [[gammageisli|gammageislar]]) tapa orku er þær fara í gegnum efni. Þau beita rafkröftum sem að jóna frumeindirnar sem að þau fara í gegnum. Orkan sem að er tekin af þessari jónun jafngildir orkunni sem að tapast af hlöðnu eindinni, sem að hægist, eða af gammageislanum, sem að er gleypt. Nifteindin, hins vegar, er ósnert af slíkum kröftum; einu kraftarnir sem að hafa áhrif á hana eru [[sterkur kjarnakraftur|sterki-]] og [[veikur kjarnakraftur|veiki kjarnakrafturinn]] sem að koma eingöngu í spilið mjög nálægt frumeindakjarnanum. Að þeim sökum getur frjáls nifteind ferðast langar leiðir áður en að hún lendir í árekstri við frumeindakjarna. Af því að kjarnar hafa mjög lítið [[þversnið]] gerast slíkir árekstrar mjög sjaldan.