„Voltaire“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 24:
Næst hélt hann til Château de Cirey, herragarðs á mörkum Champagne- og Lorraine-héraðanna. Þar stofnaði hann til ástarsambands við markgreifynju nokkra, Gabrielle Émilie le Tonnelier de Breteuil að nafni. Sambandið entist í fimmtán ár og byggðist að stórum hluta á vitsmunalegum skyldleika þeirra tveggja. Í sameiningu söfnuðu þau yfir 21.000 bókum til rannsókna og varðveislu. Auk þess framkvæmdu þau tilraunir í náttúruvísindum í rannsóknarstofu Château de Cirey.
 
Voltaire hafði nú lært af reynslunni. Hann gætti þess að verða sem minnst uppsigað við yfirvöld og einbeitti sér að skrifum og rannsóknum á sviði vísinda og sagnfræði. Meðal áhrifavalda hans var breski vísindamaðurinn Sir Isaac Newton og þýskienski heimspekingurinn Gottfriedog Wilhelmvinur Leibnizhans John Locke.
 
Voltaire þótti lífið á herragarðinum (ATH.) þó takmarkað er til lengdar lét. Í Parísarheimsókn árið 1744 varð hann að nýju ástfanginn, nú af frænku sinni, Marie Louise Mignot. Í fyrstu laðaðist Voltaire af Mignot á kynferðislegan hátt og skrifaði henni meira að segja klámfengin bréf. („Sál mín kyssir þína; limurinn á mér, hjartað í mér, eru ástfangin af þér. Ég kyssi á þér undurfagran rassinn ...“). Löngu síðar bjuggu þau saman, hugsanlega einungis á platónskum forsendum, og héldust saman allt til dauða Voltaires. Markgreifynjan, sem einnig hafði orðið sér úti um elskhuga, lést af barnsförum árið 1749.