„Vínarfundurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ice-72 (spjall | framlög)
Ice-72 (spjall | framlög)
Lína 5:
== Samningsaðilar ==
=== Stórveldin fjögur og Frakkland Búrbóna ===
Fjölmargar nefndir voru skipaðar til að sjá um hina ýmsu þætti þess að draga upp nýtt landakort fyrir Evrópu. Skiluðu þær síðan niðurstöðum sínum, en fundurinn kom í raun aldrei formlega saman. Þeir sem flestu réðu, og báru um leið hitann og þungann af fundarstarfinu voru fulltrúar sigurvegaranna fjögurra.
* [[Rússaveldi]] - [[Alexander I|Alexander keisari]] var eini þjóðhöfinginn ríkjanna sem var einnig fulltrúi þess. Keisarinn notfærði sér Vínarfundinn til þess að sækjast eftir markmiðum utanríkisstefnu Rússlands. Alexander krafðist þess að allt [[Pólland]] kæmi í hlut Rússa en síðan á [[18. öld]] höfðu pólsk yfirráðasvæði verið í eigu Austurríkis og Prússlands.
* [[Prússland]] - [[Karl Ágúst von Hardenberg]] var kanslari Prússlands frá árinu [[1810]] og var aðalsamningsaðili þeirra. [[Friðrik Vilhjálmur III]] Prússakóngur var þakklátur Rússakeisara fyrir að hafa frelsað land sitt frá [[Napóleon]]i og þurfti Hardenberg þá að styðja álit Rússa í viðræðunum. Hardenberg heimtaði þó að [[Saxland]] kæmi undir prússneskt yfirráðasvæði til þess að bæta upp fyrir rússneska innlimun á Póllandi.