Munur á milli breytinga „Hugverk“

14 bætum bætt við ,  fyrir 7 árum
m
Bætti við tengingu við síðuna „Eignarréttur“
m (Bætti við tengingu við síðuna „Eignarréttur“)
Hugverkaréttur gengur oftast út á tímabundinn [[einkaréttur|einkarétt]] eiganda hugverksins sem hefur þá færi á að hagnast á verki sínu. Einkarétturinn (sem er í reynd [[einokun]]) er réttlættur með því að hann sé nauðsynlegur til að hvetja til sköpunar og birtingar hugverka í þágu almennings. Samkvæmt þessu er meginforsenda hugverkaréttar því sú að almenningur hafi ríka hagsmuni af því að nýjar hugmyndir séu birtar og þær komist í opinbera umræðu fremur en að þeim sé haldið leyndum. Einkarétturinn er hvati til birtingar í þágu almannahagsmuna. Eins er það sjónarmið ríkjandi í hugverkarétti að velgengni þess sem skapar hugverkið eigi að vera í samræmi við velgengni verksins; það sé til dæmis ekki eðlilegt eða sanngjarnt að höfundur að vinsælu lagi fái ekki notið fjárhagslegs ábata af vinsældum þess. Hugverkaréttur er í mörgum tilvikum samningsgrundvöllur rétthafa gagnvart til dæmis framleiðanda (í tilviki einkaleyfis eða höfundaréttar) eða dreifingaraðila (þar sem um er að ræða vörumerkjavernd eða upprunamerkingar) og veitir þessum samningsaðilum tímabundið skjól fyrir [[samkeppni]].
 
Menn greinir á um það hvert sé „eðli“ hugverkaréttar; hvort hann sé öðru fremur hluti [[upplýsingaréttur|upplýsingaréttar]], [[samningsréttur|samningsréttar]] eða jafnvel [[mannréttindi]] (sem [[eignarréttur|eignaréttur]]) en þetta síðasta atriði er mjög umdeilt.
 
== Saga ==
82

breytingar