„Austurey“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
TjBot (spjall | framlög)
m r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við: eo:Eysturoy
Xqbot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: el:Έστουροϊ; útlitsbreytingar
Lína 8:
Strendur Austureyjar eru mjög vogskornar, nema suðvesturströndin andspænis Straumey, og þar eru langir og mjóir firðir, þar á meðal [[Skálafjörður]], lengsti fjörður Færeyja. Við mynni hans eru nokkur allstór þorp eða smábæir sem liggja þétt saman eða hafa nánast runnið saman. Þar á meðal er [[Runavík]], en þar er ferjuhöfn þar sem [[Norræna]] lendir stundum ef veðurskilyrði eru óhagstæð í [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] því höfnin í Runavík er yfirleitt kyrrari. Stærsti bærinn er hins vegar [[Fuglafjørður]] á austurströndinni, en þar eru um 1500 íbúar.
 
Þorp og bæir með yfir 400 íbúa eru, auk Fuglafjarðar: [[Leirvík]], [[Saltangará]], [[Toftir]], [[Strendur]], [[Eiði (Færeyjum)|Eiði]], [[Skáli]], [[Norðragøta]], Runavík, [[Glyvrar]] og [[Syðrugøta]]. Aðrar byggðir eru: [[Elduvík]], [[Funningsfjørður]], [[Funningur]], [[Gjógv]], [[Gøtugjógv]], [[Hellur]]nar, [[Innan Glyvur]], [[Kolbanargjógv]], [[Lambareiði]], [[Lambi]], [[Ljósá]], [[Morskranes]], [[Nes (Eysturoy)|Nes]], [[Norðskáli]], [[Oyndarfjørður]], [[Oyrarbakki]], [[Oyri]], [[Rituvík]], [[Saltnes]], [[Selatrað]], [[Skálafjørður]], [[Skipanes]], [[Strendur]], [[Svínáir]], [[Søldarfjørður]], [[Toftir]], [[Undir Gøtueiði]] og [[Æðuvík]].
 
Byggðirnar Syðrugøta, Gøtugjógv og Norðragøta standa þar sem fornbýlið Gata, bústaður [[Þrándur í Götu|Þrándar í Götu]], sem er ein aðalpersóna [[Færeyinga saga|Færeyinga sögu]], átti heima um árið 1000.
 
Sunnan Fuglafjarðar er volg uppspretta sem kallast [[Varmakelda]] og er eini staðurinn á Færeyjum þar sem [[jarðhiti|jarðhita]] er að finna. Sagt er að vatnið úr uppsprettunni sé mikil heilsubót og við hana safnast fólk saman til að fagna sumarsólstöðum ár hvert.
Lína 29:
[[da:Eysturoy]]
[[de:Eysturoy]]
[[el:Έστουροϊ]]
[[en:Eysturoy]]
[[eo:Eysturoy]]