„Grettir Ásmundarson“: Munur á milli breytinga

Grettir var mjög myrkfælinn eftir glímuna við Glám og átti erfitt með að vera einn. Hann fékk því Illuga yngsta bróður sinn, sem þá var fimmtán ára, til að vera með sér. Fóru þeir saman, ásamt þrælnum Glaumi, út í [[Drangey]] á Skagafirði og settust þar að. Skagfirðingum þótti illt að hafa þá í eynni og fengu [[Þorbjörn öngull|Þorbjörn öngul]] til að vinna á Gretti en honum varð ekkert ágengt því mjög torvelt er að komast upp í eyna. Þeir voru þar nokkur ár og lifðu á bjargfugli og eggjum og sauðfé sem Skagfirðingar áttu í eynni. Sagan segir að eitt sinn hafi eldurinn slokknað hjá þeim. Þeir voru bátlausir og synti Grettir þá í land og sótti eld að Reykjum.
 
Að lokum fékk Þorbjörn öngull móður sína til að leggja álög á rótarhnyðju sem látin var reka að eynni en þegar Grettir ætlaði að höggva tréð í eldinn fór öxin í fót hans og var það mikið sár og kom sýking í það. Illugi vakti yfir honum en Þorbjörn og menn hans komust að þeim og voru þeir bræður felldir eftir frækilega vörn. Þorbjörn tók höfuð Grettis með sér, fór með það að Bjargi og sýndi Ásdísi móður hans. Hann ætlaði svo að hafa það með sér til Alþingis en hætti við, enda mæltist víg þeirra bræðra illa fyrir og þótti níðingsverk, þar sem Grettir var dauðsjúkur og [[galdrar|fjölkynngi]] hafði verið beitt til að vinna á honum. Var Þorbjörn því dæmdur til að fara úr landi og koma ekki aftur og fékk ekki fé það sem lagt hafði verið til höfuðs Gretti.
 
== Grettis hefnt ==
Óskráður notandi