„Sófókles“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
EmausBot (spjall | framlög)
m r2.7.2+) (Vélmenni: Bæti við: ast:Sófocles
Cessator (spjall | framlög)
Lína 10:
Sófókles fæddist í Kolónos nærri Aþenu. Hann var af auðugu fólki en faðir hans, Sófillos, er talinn hafa verið vopnaverksmiðjueigandi. Mörg leikrita Sófóklesar gerast í fæðingarbæ hans. Fáeinum árum fyrir fæðingu hans átti orrustan við Marathon sér stað. Sófókles þótti mjög efnilegur strax á unga aldri. Hann var mikill atgervismaður að vexti og yfirbragði og talinn ljóngáfaður. Hann var íþróttamaður góður og framúrskarandi hörpuleikari. Hann hlaut bestu menntun sem völ var á enda var engin þörf á sparnaði hjá fjölskyldu hans.
 
Fyrsti sigur Sófóklesar á listasviðinu var árið 468 f.Kr. þegar hann hlaut fyrstu verðlaun fyrir leikrit á Díonýsosarhátíðinni. Þar sigraði hann meistarann Æskýlos en samkvæmt Plútarkosi vannst sigurinn á óvenjulegan hátt. Í stað þess að fylgja venjunni og velja dómara með hlutkesti bað stjórnandi hátíðarinnar Kímon og fleiri hæstráðendur að ákveða sigurvegarann. Sófókles naut kunningsskapar við Períkles og Kímon sem á þessum tíma voru forystumenn í stjórnmálunum. Þrátt fyrir að PlútarchosPlútarkos segi að um hafi verið að ræða fyrstu leiksýningu Sófóklesar er ekki víst að það sé alveg rétt því líklegt þykir að sú sýning hafi farið fram 470 f.Kr. Triptolemos er talið meðal fyrstu leikrita Sófóklesar á Díonýsosarhátíðinni.
 
Sófókles varð jafn mikilvægur maður í stjórnsýslu Aþenuborgar og í leikhúsinu. Hann var sextán ára gamall þegar hann var valinn til að leiða sigursöng til guðanna eftir afgerandi sigur Grikkja á Persum við Salamis. Sófókles naut trausts samborgara sinna sem völdu hann til ýmissa ábyrgðarstarfa. Kringum árið 443 f.Kr. var hann einn féhirða Aþenu og þá tók hann einnig þátt í hernaðarstjórn, meðal annars í herleiðangri Aþenumanna gegn Samos sem gert hafði uppreisn árið 441 f.Kr. Hann sat í nefnd manna árið 413 f.Kr. sem ætlað var að rétta af hag ríkisins eftir ósigur Aþeninga við Sikiley. Sófókles mun hafa umgengist marga þekktustu samtímamenn sína, til dæmis heimspekinginn Arkelaosi og sagnaritarann Heródótosi.