„Frumeind“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Koettur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Koettur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 36:
[[Mynd:Bohr Model.svg|right|thumb|200px|[[Bohr líkanið]] af atóminu þar sem rafeindirnar ferðast innan ákveðinna hvela og orka færir rafeindir á milli hvelanna]]
Spurningin um tilvist frumeinda/ódeila var mjög umdeild allt frá fornöld og fram á seinni hluta 19. aldar. Spurningin var alltaf nátengd [[efnafræði]] og snérist um það hvort frumefni væru til og þá hvort tiltekið frumefni samanstæði af ódeilanlegum frumeindum. Smá saman tókst þó að renna stoðum undir kenninguna um tilvist frumefna, t.d. með uppgötvun [[fosfór]]s á [[17. öldin|17. öld]] og síðar [[súrefni]]s á [[18. öldin|18. öld]]. Árið 1808 setti [[John Dalton]] síðan fram þá kenningu að frumefni væru samsett af einni gerð frumeinda, sem líkt og frumeindir Demokrítosar væru óbreytanlegar í lögun og byggingu. Önnur efnasambönd mætti síðan fá fram með því að blanda ólíkum frumefnum saman. Um miðja [[19. öldin|19. öld]] vann [[Rússland|rússneski]] efnafræðingurinn [[Dmitri Mendelejev|Mendelejevs]] við að setja upp töflu eða kerfi frumefna sem byggðist á upplýsingum um atóm massa frumefna, en menn höfðu ekki hugmynd um innri gerð atóma á þessum tíma. Þetta kerfi kallast [[lotukerfi]].
 
Af þessu má ljóst vera að það var skilgreiningar atriði um frumeindir/atóm að þær væru ókljúfanlegar, sbr. nafnið ''atomos''. Það er því dálítið kaldhæðnislegt að þær tilraunir og uppgötvanir sem loks leiddu til þess að frumeindirnar voru teknar í sátt, sýndu beinlínis að frumeindirnar voru kljúfanlegar. Með uppgötvun [[rafeind]]arinnar undir lok [[19. öldin|19. aldar]] fóru menn að velta því fyrir sér hvort atómið væri samansett úr fleiri eindum og voru það einna helst uppgötvanir [[J. J. Thomson]], [[Henri Becquerel]] og [[Ernest Rutherford]] sem ruddu brautina í þeim efnum. [[1896]] uppgötvaði Becquerel [[geislavirkni]] og [[1897|ári síðar]] uppgötvaði Thomson rafeindina. Rutherford tilkynnti svo um uppgötvun kjarnans [[1911]]. Allan þennan gerjunartíma veltu menn því fyrir sér hvernig frumeindir væru uppbyggðir og hvernig þær viðhéldu stöðugleika. Loks árið [[1913]], tókst [[Niels Bohr]] að setja fram líkan fyrir vetnisfrumeindina, sem skapaði grundvöll fyrir áframhaldandi starf og skilning á byggingu frumeinda. Ekki náðust myndir af atómum fyrr en á [[20. öldin|20. öld]] með tilkomu [[rafeindasmásjá]]rinnar.