„Soay-sauðfé“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
m myndatexti
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Image:Soay-sheep-arjecahn.jpg|thumb|Mórbotnóttur hrútur af Soay-kyni]]
'''Soay-sauðfé''' er frumstæð tegund [[sauðfé]]s ([[Ovis aries]]) frá [[eyja|eyjunni]] [[Soay (St Kilda)|Soay]] og er nefnt eftir henni. Því var upphaflega komið þar fyrir af [[víkingur|víkingum]] og hefur síðan þá ekki átt samneyti við annað sauðfé og eru því í raun hið sanna víkingasauðfé.
 
[[Soay, St Kilda|Soay]] er aftur á móti nefnd eftir sauðfénu og því heitir sauðféð í rauninni Sauðeyjarsauðfé.
 
Sauðféð hefur reikað um í þúsund ár án fjárhirða, náttúrulegra óvina eða samkeppnisaðila um gæði landsins. Því er það fyrirtaks viðfangsefni vísindamanna á sviðum eins og náttúruleg þróun, stofnfjöldasveiflur og fleira. Rannsóknir hafa staðið yfir frá því um [[1950]].
 
== Kynhegðan ==
Árið [[2003]] birti hópur vísindamanna frá háskólunum í [[Stirling]] og [[Edinborg]] niðurstöður sem sýndu fram á að hrútarnir berjast grimmt um hylli ánna, stundum til dauða. Ærnar aftur á móti eru mjög virkar og maka sig með mörgum hrútum.
 
Hrútar með stór horn og stór eistu eru líklegastir til að feðra lömb. Í þeim tilvikum sem fjöldi áa er það mikill að stærsti hrúturinn nær ekki að einoka þær virðast hrútar með minni horn en stór eistu eiga næstmestu möguleikanna.
 
== Heimildir ==
* Preston, B.T., Stevenson, I.R. & [http://biol.lancs.ac.uk/bs/people/teach/kw.html Wilson, K.] (2003) ''Soay rams target reproductive activity towards promiscuous females' optimal insemination period.'' Proceedings of the Royal Society, Series B. 270: 2073-2078.
* The Scotsman, ''[http://news.scotsman.com/scotland.cfm?id=231152003 Sex, violence - and St Kilda's sheep]'', sótt 28. október 2005
 
[[Flokkur:Sauðfé]]
[[Flokkur:St Kilda]]
 
[[de:Soayschaf]]
[[en:Soay sheep]]
[[fr:Mouton de Soay]]