„Led Zeppelin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sennap (spjall | framlög)
lagað eitthvað + bætt við annað
Sennap (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 22:
Fyrsta plata hljómsveitarinnar kom út árið [[1969]] og hét einfaldlega ''[[Led Zeppelin (breiðskífa)|Led Zeppelin]]''. Umslag plötunnar sýnir mynd af [[LZ 129 Hindenburg|Hindenburg]] loftskipinu nokkrum sekúndum eftir að kviknað hafði verið í því. Platan seldist ágætlega, náði 6. sæti á metsölulista [[Bretland]]s og 10. sæti í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. Seinna sama ár kom út önnur plata þeirra ''[[Led Zeppelin II]]'' og náði hún góðri sölu, varð í fyrsta sæti báðum megin Atlantshafsins. Á þeirri plötu er að finna eitt frægasta lag þeirra, „Whole Lotta Love“. ''[[Led Zeppelin III]]'', sem gefin var út 1970, naut líka vinsælda eins og Led Zeppelin II en var þó mörgum aðdáendum vonbrigði sem er skiljanlegt þar sem hún er á mun lágstemmdari nótum en fyrri plöturnar. Fyrir plötuna höfðu Plant og Page eytt tíma á bóndabænum Bron-Yr-Aur í [[Wales]] til að semja tónlistina í friði. Árið 1971 kom svo út plata sem bar í raun ekki nafn en er oftast kölluð ''[[Led Zeppelin IV]]'' og er það af mörgum talin þeirra besta plata og inniheldur m.a. tvö af þeirra allra frægustu lögum, „Black Dog“ og „Stairway to Heaven“. Tveimur árum seinna kom svo út ''[[Houses of the Holy]]'' sem naut álíka vinsælda og fyrri plötur. Árið 1975 kom platan ''[[Physical Graffiti]]'' út sem inniheldur hið fræga lag „Kashmir“. Þar á eftir gáfu þeir út plöturnar ''[[Presence]]'' árið 1976 og ''[[In Through The Out Door]]'' árið 1979 sem voru þeirra síðustu plötur. Hljómsveitin hefur selt yfir 300 milljónir platna um allan heim og segir það sitthvað um vinsældir hennar.
 
[[Mynd:Led Zeppelin 2007.jpg|right|thumb|Led Zeppelin á endurkomutónleikum 10. desember 2007.]]
=== Endalok og endurkomur ===
Hljómsveitin hætti árið [[1980]] eftir andlát John Bonhams. Hann lést vegna köfnunar í eigin [[uppköst|uppköstum]] en hann hafði drukkið óhóflegt magn af [[áfengi]]. Tveimur árum seinna kom síðasta plata sveitarinnar út, ''[[Coda]]'', en hún var afrakstur upptaka í hljóðveri áður en Bonham lést.
 
[[Mynd:Led Zeppelin 2007.jpg|right|thumb|Led Zeppelin á endurkomutónleikum 10. desember 2007.]]
Led Zeppelin hélt endurkomutónleika þann [[10. desember]] [[2007]] á O2 leikvanginum í London þar sem viðstaddur var gríðarlegur fjöldi aðdáenda og komust mun færri að en vildu. Í tilefni af tónleikunum kom út vegleg safnútgáfa sem ber nafnið ''[[Mothership]]'' og inniheldur öll helstu lög sveitarinnar sem og [[DVD]]-disk með gömlum tónleikaupptökum.