„Led Zeppelin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sennap (spjall | framlög)
→‎Breiðskífur: Skáletrun
Sennap (spjall | framlög)
infobox + smá bætt við
Lína 1:
{{Tónlistarfólk
[[Mynd:LedZepMontreaux.jpg|thumb|right|Led Zeppelin á tónleikum í [[Montraeux]] í [[Frakkland]]i í mars [[1970]].]]
| sveit
'''Led Zeppelin''' var [[Bretland|bresk]] [[rokk]]-[[hljómsveit]], sem kom fram á sjónarsviðið árið [[1968]]. Hljómsveitin hætti árið [[1980]] eftir andlát John Bonham.
| heiti = Led Zeppelin
| mynd = LedZepMontreaux.jpg
[[Mynd:LedZepMontreaux.jpg|thumb|right| myndatexti = Led Zeppelin á tónleikum í [[Montraeux]] í [[Frakkland]]i í mars [[1970]].]]
| uppruni = [[Bretland]]
| stefna = Þungarokk<br/>Blús rokk<br/>Þjóðlagarokk
| ár = [[1968]] – [[1980]]
| út = Atlantic Records, Swan Song
| vef = [http://www.ledzeppelin.com/ ledzeppelin.com]
| fyrr = [[John Bonham]]<br/>[[John Paul Jones]]<br/>[[Jimmy Page]]<br/>[[Robert Plant]]
}}
 
'''Led Zeppelin''' var [[Bretland|bresk]] [[rokk]]-[[hljómsveit]], sem kom fram á sjónarsviðið árið [[1968]] undir nafninu '''New Yardbirds'''. Hljómsveitin breytti fljótlega nafninu sínu í sitt endanlega nafn, Led Zeppelin. Þeir gerðu sinn fyrsta útgáfusamning við fyrirtækið Artistic Records. Samningurinn gaf þeim umtalsvert listrænt frelsi. Hljómveitin líkaði aldrei að gefa út tónlist sína í [[Smáskífa|smáskífum]], þeir litu svo á að [[hljómplata|hljómplötur]] þeirra ætti að hlusta í heild sinni en ekki stök lög. Hljómsveitin hætti árið [[1980]] eftir andlát [[John Bonham]] en hafa þó komið nokkrum sinnum saman eftir það og spilað á [[tónleikar|tónleikum]].
 
== Saga ==
Hljómsveitina stofnaði [[Jimmy Page]], sem setti saman hljómsveit eftir að hljómsveitin hans [[The Yardbirds]] leystist upp og spiluðu þeir félagar nafninu '''New Yardbirds''' í nokkra mánuði. Í The Yardbirds voru gítarleikararnir [[Jeff Beck]], [[Eric Clapton]] auk Jimmy Page. Hljómsveitarmeðlimir í endanlegri mynd Led Zeppelin (1968) voru [[Jimmy Page]] (fæddur 1944), sem spilaði á [[gítar]], [[Trommur|trommarinn]] [[John Bonham]] (fæddur 1948 - lést 1980), [[Robert Plant]] (fæddur 1948) sem [[Söngvari|söng]] og spilaði á [[Munnharpa|munnhörpu]] og [[John Paul Jones]] (f.1946) sem sló á strengi [[Rafbassi|bassans]] og spilaði á [[hljómborð]].
 
Fyrsta plata hljómsveitarinnar kom út árið [[1969]] og hét einfaldlega ''[[Led Zeppelin (breiðskífa)|Led Zeppelin]]''. Hún seldist ágætlega, náði 6. sæti á [[Bretland]]i og 10. sæti í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. Seinna sama ár kom út önnur plata þeirra ''[[Led Zeppelin II]]'' og náði hún góðri sölu, varð í fyrsta sæti báðum megin Atlantshafsins. Á þeirri plötu er að finna eitt frægasta lag þeirra, „Whole Lotta Love“. ''[[Led Zeppelin III]]'' naut líka vinsælda eins og Led Zeppelin II en var þó mörgum aðdáendum vonbrigði, sem er skiljanlegt að því leyti að hún er á mun lágstemmdari nótum en fyrri plöturnar. Árið 1971 kom svo út plata sem bar í raun ekki nafn en er oftast kölluð ''[[Led Zeppelin IV]]'' og er það af mörgum talin þeirra besta plata og inniheldur m.a. tvö af þeirra allra frægustu lögum, „Black Dog“ og „Stairway to Heaven“. Tveimur árum seinna kom svo út ''[[Houses of the Holy]]'' sem naut álíka vinsælda og fyrri plötur. Árið 1975 kom platan ''[[Physical Graffiti]]'' út sem inniheldur hið fræga lag „Kashmir“. Þar á eftir gáfu þeir út plöturnar ''[[Presence]]'' árið 1976 og ''[[In Through The Out Door]]'' árið 1979 sem voru þeirra síðustu plötur. Hljómsveitin hefur selt yfir 300 milljónir platna um allan heim og segir það sitthvað um vinsældir hennar.