„Eygló Harðardóttir (stjórnmálamaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 62:
 
'''Eygló Þóra Harðardóttir''' (fædd [[12. desember]] [[1972]] í [[Reykjavík]]) er íslenskur stjórnmálamaður. Eygló tók sæti á [[Alþingi]] fyrir hönd [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]] þegar [[Guðni Ágústsson]] fyrrverandi formaður flokksins sagði af sér þingmennsku. Á flokksþingi Framsóknarflokksins 16. – 18. janúar 2009 var Eygló kjörin ritari flokksins og endurkjörin á flokksþingi 2011. Eygló skipaði annað sæti á lista Framsóknar í [[suðurkjördæmi]] fyrir Alþingiskosningarnar 2009 og er 7. þingmaður Suðurkjördæmis.
 
== Menntun ==
Eygló útskrifaðist úr [[Fjölbrautaskólinn í Breiðholti | Fjölbrautaskólanum í Breiðholti]] árið 1992. Hún lauk Fil.kand prófi í listasögu frá Stokkhólmsháskóla árið 2000 og stundaði framhaldsnám í viðskiptafræði við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] frá [[2007]]
 
== Þingstörf ==
Eygló hefur setið á [[Alþingi]] fyrir [[Suðurkjördæmi]] frá nóvember [[2008]]. Hún tók sæti á [[Alþingi]] fyrir hönd [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]] þegar [[Guðni Ágústsson]] fyrrverandi formaður flokksins sagði af sér þingmennsku. Fyrir Alþingiskosningarnar 2009 skipaði hún annað sæti á lista Framsóknarflokksins í [[Suðurkjördæmi]] og er 7. þingmaður kjördæmisins.
 
Eygló sat í [[heilbrigðisnefnd]], [[iðnaðarnefnd]] og [[umhverfisnefnd]] [[Alþingi|Alþingis]] árin 2008-2009. Hún sat í [[menntamálanefnd]] og [[viðskiptanefnd]] árin 2009-2011 og [[allsherjar- og menntamálanefnd]] árið 2011. Á árunum 2009-2010 sat hún í þingmannefnd til að fjalla um skýrslu [[Rannsóknarnefnd Alþingis| Rannsóknarnefndar Alþingis]].
 
Eygló á nú sæti í [[velferðarnefnd]] og er varamaður í [[efnhags- og viðskiptanefnd]] og [[allsherjar- og menntamálanefnd]]
 
Hún var formaður verðtrygginganefndar efnahags- og viðskiptaráðherra <ref>[http://www.efnahagsraduneyti.is/verkefni/nefndir/Allar_nefndir/nr/3169]</ref>, en nefndin hafði það hlutverk að leita leiða til að draga úr vægi verðtryggingar.
 
== Einkalíf ==
Eiginmaður Eyglóar er Sigurður E. Vilhelmsson. Þau eiga tvær dætur og búa í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]].
 
== Tenglar ==