„Maís“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjg26 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 16:
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|L.]]
}}
[[Mynd:Maize plant diagram.svg|thumb|Maísplantan]]
'''Maís''' ([[fræðiheiti]]: ''Zea mays'') er [[korn]]jurt sem fyrst var ræktuð í [[Mið-Ameríka|Mið-Ameríku]] og breiddist út víða um heim eftir að [[Evrópa|Evrópubúar]] komu þangað á [[15. öldin|15. öld]].
 
Maís er sú korntegund þar sem [[erfðabreytt matvæli|erfðabreytt]] afbrigði eru orðin stærstur hluti af heildaruppskerunni; árið 2009 voru 85% af öllum maís sem ræktaður er í Bandaríkjunum erfðabreytt afbrigði en maís er algengasta korntegundin þar í og ræktaður á 37% kornakra landsins. Um 40% af heimsuppskerunni eru ræktuð í Bandaríkjunum en önnur helstu maísræktarlönd eru [[Kína]], [[Brasilía]], [[Mexíkó]], [[Indónesía]], [[Indland]] og [[Frakkland]].
 
== Afurðir ==
 
Af maísframleiðslu í Bandaríkjunum, sem er um 40% heimsframleiðslunnar, er einungis 1/40 notaður til manneldis. Dæmi um afurðir til manneldis úr maís eru [[poppkorn]], mjöl, olíur, korn, sýróp, og ýmis konar áfengi og mjöður. Stærstur hluti heimsframleiðslunnar er notaður í dýrafóður og í Evrópu eru afurðir úr maís jafnvel notaðar sem fiskibeita. Maís er ekki eingöngu til átu heldur má vinna úr honum plast og ýmis efni.
Lína 27 ⟶ 30:
 
Erfðamengi maísplöntunar hefur verið raðgreint að mjög stórum hluta. Erfðamengi hennar er með um 32000 gen, sem er um 7000 fleiri en það sem finna má í erfðamengi mannsins.
 
== Ræktun ==
 
Maís er upprunninn í [[Mexíkó|Mexíko]] en hefur verið ræktaður í [[Evrópa|Evrópu]] frá því á 15. Öld. Ræktunin hefur tekið mjög miklum breytingum á síðustu áratugum og ræktunarlína maís færst norðar með hverju árinu. Ástæður þess eru breytingar á veðurfari og miklar framfarir í kynbótum og ræktun kornsins. Nú eru til afurðir í [[Skandinavía|Skandinavíu]] sem hægt er að rækta til fullþroska maískólfa, tvo afbrigði sem annarsvegar eru notuð til matjurtasölu og eins sem fóður fyrir skepnur. Hér á landi hafa allnokkrir bændur reynt fyrir sér í maísrækt en með misjöfnum árangri þó. Þrátt fyrir að menn telji aðstæður hér ekki svo frábrugðnar aðstæðum annarsstaðar, t.d. í Skotlandi, þar sem maísræktun gengur vel hefur árangurinn hérlendis látið á sér standa.
 
Ef einhver hefur hug á að að leggja fyrir sig maís ræktun hefur fóðurblandan tekið saman eftirfarandi tillögur að áburði á maís:
Samkvæmt dönskum ráðleggingum er miðað við 145 kg [[Köfnunarefni|köfnunarefnis]] (N), 35 kg [[fosfór|fosfórs]] (P) og 160 kg [[Kalín|kalís]] (K) á hvern hektara í maísrækt. Þá er nauðsynlegt að áburðurinn innihaldi bæði [[bór]](B) og [[Brennisteinn|brennistein]] (S). Mjög gott er að nota búfjáráburð til þess að uppfylla snefilefnaþarfir en í kúamykju eru t.d. bæði bór og brennisteinn.
Nokkrar leiðir eru til þess að uppfylla þessar áburðarþarfir og í töflu hér fyrir neðan eru birtar tillögur að áburði á maís. Miðað er við að nota tegundir sem innihalda brennistein:
 
 
 
Þessu til viðbótar er nauðsynlegt að bera á Bórax[[bórax]] sem inniheldur 14,9% bór. Miða má við um 7-8 kg/ha með mykju en tvöfalt það magn þar sem ekki er borinn búfjáráburður á.