„Henry Ford“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 19:
Með aukinni bílaframleiðslu fann Ford upp færiband til notkunar til að hraða á framleiðslunni. Notkunin byggðist á því að hver starfsmaður sæi um aðeins eitt eða mjög fá verk af mikilli nákvæmni og hraða. Þessi tækninýjung breiddist hratt úr um öll Bandaríkin. Færibandið var hins vegar ekki tekið í notkun í Evrópu fyrr en í og eftir fyrri heimstyrjöldina. Þetta hafði bæði góðar og slæmar afleiðingar fyrir verkamennina. Erfiðið varð minna, betri aðstaða og oft betri laun en þar á móti jókst hins vegar streitan og vinnuhraðinn varð oft miklu meiri. Í fyrri heimstyrjöldinni jókst eftirspurn í Bandarískar hernaðarvörur og ýtti það undir að vörur yrðu fjöldaframleiddar. Þarna kom sér að góðum notum uppfinning Fords. Færiböndin voru drifin áfram með litlum mótorum. Fyrir utan færibandið var Ford einnig höfundur af svo kölluðum Fordisma en Fordismi gerði ráð fyrir tengslum á milli verkfæra og verkamanna í iðnbyltingunni. Atvinnurekendur áttu frekar að huga að sköpun í atvinnulífi en hagnaðinum. Sá ágóði sem vannst átti annað hvort að fara í fjárfestingar fyrir fyritækið eða dreifast á milli starfsfólksins.<ref>Simensen. bls 43.</ref><ref>Emblem. bls 431.</ref><ref>Ásgeir Jónsson. bls. 25-28.</ref>
Henry Ford gaf barnabarninu sínu Henry Ford II fyrirtækið í arf en hann lést svo sjálfur 2 árum seinna eða 7. Apríl 1947 þá 84 ára að aldri.<ref>Ásgeir Jónsson. bls. 25-28.</ref><ref>Amundsen. bls. 133.</ref>
 
== Tilvísanir ==
{{reflist}}