„Heinrich Himmler“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
== Yngri ár ==
Heinrich Himmler var fæddur 7. október 1900 í Munich í Þýskalandi. Hann var alinn upp í strangtrúaðri kaþólskri fjölskyldu af millistétt.<ref> Hook, Alex, bls 80-81.</ref> Faðir hans hét Joseph Gebhard Himmler og var skólastjóri í menntaskóla. Móðir hans hét Anna Maria Himmler. Hann átti einn yngri bróðir að nafni Ernst Hermann Himmler og annan eldri Gebhard Ludwig Himmler.<ref>''Encyclopædia Britannica''.</ref> Faðir Heinrich Himmler hafði verið einkakennari margra barna úr valdamiklum fjölskyldum í Þýskalandi. Þessi áhrifaríku sambönd urðu til þess að prins Heinrich af Bavaríu var guðfaðir Heinrich Himmler og hét hann í höfuðið á honum.
Heinrich Himmler var full ungur til þess að ganga í her Þýskalands sem barðist í fyrri heimstyrjöldinni en lagði sitt af mörkum með því að aðstoða lögreglusveitir. Aðal áhugamál Heinrich Himmler var landbúnaður. Hann vann á bóndabýli í stuttan tíma þegar hann var búin með grunnnám en eftir það fór hann í tækniháskólann í Munich og lærði þar búfræði. Á þessum tíma kviknaði stjórnmálaáhugi Himmlers.
Himmler gekk í nasistaflokkinn undir stjórn Adolfs Hitler. Áhrifamikill maður innan nasistaflokksins að nafni Gregor Strasser réð Himmler sem aðstoðamann sinn til að byrja með. Það starf fól aðalega í sér að sjá um skrifstofustarfsemi og áróðursherferðir. Skipulagshæfileikar Himmler leyndu sér ekki og stjórnaði hann fljótlega SS sveitunum í suður Bavaríu. Himmler hélt áfram að klifra metorðastigann og í janúar árið 1926 útnefndi Adolf Hitler hann foringja SS-sveitanna